Heimsókn

Við fengum heimsókn í vikunni. Gamlir grannar úr Hrísey, Mary Ann, Steinar og Anton Már sonur þeirra komu í heimsókn. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina, en þau keyrðu eitthvað á áttunda hundrað km bara til að hitta okkur í nokkra tíma. Margir ferðast yfir lönd og höf og álfur en koma aldrei í heimsókn til okkar í Svíþjóð en okkar gömlu grannar létu sig haf það. Í næsta bloggi er talað um vestan vinda, en þegar þessir góðu gestir voru hjá okkur var fyrsti vestanvindurinn sem komið hefur eftir vindinum sem talað er um í næsta bloggi
Heimsókn
Valdís ásamt gestunum uppi á Sveppinum í Örebrú undir íslenska fánanum sem jafnan er þar við hún. Sveppurinn er aðal vatnsgeymir Örebroara, kaffisölustaður og hinn besti útsýnisstaður.
GB


Kommentarer
Valgerður

Sæl verið þið!
Þá erum við loksins komin heim og farið að róast aftur eftir mikla törn við heimkomu.
Gaman að sjá hve mikið hefur verið að gera í stússi.
Vona að þið munið eftir því að hvíla ykkur líka í FRÍINU ykkar.
Kveðja þar sem sólin lætur loks sjá sig.
Það hafa samt verið mikil hlýindi í nokkra daga en ekki sól.
Valgerður

2007-06-20 @ 16:51:18
Guðjón

Jú Valgerður, við hvílum okkur líka. En þegar verkin eru alveg ákaflega mikilvæg og líka afar skemmtileg, þá verðum við ekki eins þreytt af að framkvæma þau. Það virðist hafa jákvæð áhrif sem við gerum. Það hafa komið nokkrir svíar í vikunni og þeir stoppa aðeins þegar þeir koma út úr bílunum og segja svo; det här är rena paradiset eller hur? Detta måste vara rena paradiset. Það er gaman að þessu.
GB

2007-06-21 @ 17:04:34
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0