Sumar á Sólvöllum

Það er sumar og það hefur ekki verið hjá því komist að taka eftir því. Í blómahafinu suða hunangsflugurnar svo að það er sem lágur þotuniður að vera þar nærri. Hitinn hefur verið um 30 gráður dag eftir dag og svitinn hefur hreiðrað um sig undir höndum og víðar. Það er betra að gleyma ekki vatninu og ef það gleymist ekki er allt í lagi með hitann og það gengur þokkalega með byggingavinnuna.

Sumar á Sólvöllum

Í gær var spáð miklu þrumuveðri en það er eins og það hafi eitthvað mistekist með það. Svo sem enginn söknuður að en regn væri vel þegið.
GB


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0