Við erum ennþá til

Halló halló, við erum hérna ennþá. Við erum sáralítið heima og það er orðin spurning hvar við eigum heima, hér í Örebro eða á Sólvöllum. En alla vega, núna erum við í Örebro en auðvitað tókum við með okkur heim mynd af útsýninu á Sólvöllum.

Við erum ennþá til

Myndin er tekin til vesturs yfir gamalt tún eða akurland sem ekki er nytjað um þessar mundir en þó slegið einu sinni á ári til að halda því opnu og utan trjágróðurs.
GB


Kommentarer
Rosa

Hæ, hæ, flott hjá þér að uppdatera. Ég var alveg farin að gefast upp á að bíða eftir uppdateringu. Kveðja, R.

2007-06-12 @ 22:52:10
Auja

Hæ hæ.
Jæja nú styttist í okkur, 27.07 komum við og gerum innrás í Örebro. Hlökkum til að sjá ykkur, í Örebro eða Sólvöllum. (þið hafið ekkert val!) Erum að fara til R-víkur og hitta Inger Nordin og Hasse (yfirmann Þóris í Varberga)
Það er norrænt þing um helgina Gott að æfa sig aðeins á sænskunni.
Knús og kossar
Auja

2007-06-13 @ 12:52:57
Guðjón

Auðvitað höfum við ekkert val Auja -en þið eruð bara svo hjartanlega velkomin. Það verður svo gaman að hitta ykkur. Það er sunnudagskvöld og það er rigning en við erum samt að fara á Sólvelli svo að ég geti byrjað snemma að smíða á morgun. Kveðja til ykkar beggja frá okkur Valdísi.
Guðjón

2007-06-17 @ 20:13:48
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0