Ég get ekki láðið það vera......

Já, ég get ekki látið það vera að tala aðeins um Sólvelli. Í gær nefnilega lokaði ég því síðasta sem hægt var að loka af útveggjum á því mikla setri. Svo þegar það var búið gekk ég um kring og ætlaði að byrja á því að innrétta. En þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera. Fótunum hafði bara verið kippt undan mér svo fullkomlega að ég gat hreint ekki hugsað. Að lokum smíðaði ég þó tvær tröppur svo að auðveldara væri að ganga um tvennar nýjar dyr. Aðrar dyrnar er aðalinngangur inn í nýja forstofu og hinar dyrnar eru á bakhliðinni á nýja svefnherberginu. Sú síðarnefnda er nefnd svalahurð hér í landi.

Í dag var ég einn á Sólvöllum og reyndi að koma skipulagi á huga minn og byrjaði að skipuleggja innréttingarvinnu. Nú komst lag á mig og ég tók til rækilega og það var eiginlega byrjunin á að innrétta. Svo gerði ég fyrsta innkaupalistann vegna framhaldsins og nú varð allt í einu alveg stórkostlega fínt að lifa. Vegna kulda síðastliðið vor seinkaði framkvæmdum um einn mánuð miðað við áætlaðan tíma. Svo þegar ég hóf byggingarframkvæmdir og gröfumaður kom til að ganga frá rotþró með viðeigandi útbúnaði byrjaði samdægurs að rigna. Það var viðloða skýfall í fleiri klukkutíma og hvað eftir annað. Gröfumanninum tókst með naumindum að bjarga gröfunni út úr miklu leðjufeni og hvarf hann þar með á braut en drulluslóðin sem hann skildi eftir sig á veginum sást í nokkra daga þrátt fyrir úrkomuna. Þar með seinkaði byrjun byggingarframkvæmda einn mánuð til. Svo hef ég verið tveimur mánuðum lengur en til stóð að gera húsið fokhelt og því er ég í byrjun mars að ljúka því sem ég ætlaði að ljúka við í byrjun nóvember. Á þessu skýfallatímabili komu Rósa og Pétur í heimsókn. Við sváfum öll á Sólvöllum og að kvöldi einnar næturinnar leiftraði hininninn af eldingum og gluggarúðurnar titruðu í þrumugnýnum. Regnið helltist niður að hætti Nóaflóðs, þakrennur gátu ekki tekið við vatnsflaumnun svo að það fossaði yfir þær. Þetta hélt áfram í áföngum stóran hluta næturinnar en að morgni var orðið þurtt. Þá fór ég sæmilega tímanlega út til að huga að ástandinu. Kom þá í ljós að lækur hafði runnið undir húsið frá norðurendanum og kom undan húsinu við suðaustur hornið og skildi þessi lækur eftir sig á að giska tíu senimetra djúpan farveg. Heppinn var ég að sjá þetta ekki áður en við lögðumst til svefns því að ég hefði ekkert getað aðhafst eins og ástandið var og þá hefði ég heldur ekki sofið svo undur rótt.

Lífið er bjart og býður upp á góðar stundir. Ég skal láta vera að þessu sinni að tala um ellilífeyristímann sem ég er á leið inn í. En samkvæmt öllum veðurfræðingum sem láta heyra til sín núna er vorið á hraðri leið upp eftir landinu og vorfuglarnir eru komnir til suðlægustu héraðanna. Áðan var verið að spá um tíu stiga hita um næstu helgi. Læt ég þar með staðar numið.

Gangi ykkur allt í haginn. GB


Kommentarer
Valgerður

Hér er sko engin rigning að fara í taugarnar á okkur. Hér er glaðasólskin og blíða. Afar fallegt vorveður, rétt eins og hjáykkur vona ég. Gangi þér vel í innivinnunni. Þó finnst mér skjóta skökku við að fara að vinna inni þegar vorið kemur en svona er þetta bara.

VG

2007-03-06 @ 18:47:40


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0