Gamli maðurinn

Það er einn og hálfur dagur sem ég á eftir að vinna í Vornesi, á morgun og föstudaginn fram að hádegi. Reyndar veit ég að ég kem ekki til með að vinna neitt á föstudaginn. Ég sagði við hana Birgittu forstöðukonu í gær að ég mundi koma með tertu á föstudaginn og bjóða starfsfólkinu með hálftíu kaffinu. Birgitta rykkti til höfðinu og sagði að sér fyndist það bara della. Nei, sagði ég, og var svolítið að prufa mig fram, það væri lélegt ef það væri ekki terta með í kaffitímanum minn síðasta dag sem fastráðinn í Vornesi. Þá hallaði hún sér fram og sagði í háfum hljóðum að hún mætti ekki segja mér það, en þær í eldhúsinu ætluðu nefnilega að sjá um þetta og hafa það rausnarlegt. Þá vissi ég það. Svo hef ég orðið var við pukur í eldhúsinu. Vinnufélagarnir almennt eru að pukra með eitthvað líka og ég veit nokkuð hvað er í gangi. Í dag hafði ég minn síðasta fyrirlestur og allir sjúklingarnir voru vel meðvitaðir um það. Þegar ég var búinn með fyrirlesturinn óskaði ég þeim góðs gengis það sem eftir lifði dags og enginn stóð upp. Þau bara sátu þegjandi og horfðu vinalega á mig. Á ég að fara að grenja hugsaði ég. Nei, það varð nú ekki af því en ég fór að tala aftur um allt aðra hluti en fyrirlesturinn hafði fjallað um og eftir svolitla stund þakkaði ég þeim fyrir að þau fyndust. Þá klöppuðu þau svo lengi að það virtist aldrei ætla að linna. Svo kom fólk fram sem skrifaðist út fyrir all nokkru en var í reglubundinni endurkomu. Þau afhentu mér kort með góðum óskum, tóku utan um mig, klöppuðu mér á bakið, kreistu mig aðeins meira og þökkuðu mér fyrir að hafa komið inn í líf þeirra. Átti ég virkilega að fara að grenja!? gamli maðurinn. Nei, ég slapp, en ég fékk enn eina staðfestinguna á því að ég hef hitt mikið af góðu fólki í lífinu og stóran hluta af þessu fólki hef ég hitt í Vornesi. Ég er þakklátur. Það er makalaust hversu mikið af góðu fólki finnst meðal alkóhólista og eiturlyfjaneytenda. Óaðlaðandi undir áhrifum en makalaust fínt fólk í góðu standi. Það  er ekki alveg einfalt að hætta í Vornesi og það fylgir því mikill tregi. Hins vegar finn ég líka fyrir mikilli gleði yfir að verða frjáls. Þá er ég aðeins búinn að lýsa því hvernig upplifun það er fyrir ráðgjafa á meðferðarheimili að ganga inn í ellilífeyrisaldurinn.

Gangi ykkur allt í haginn. GB


Kommentarer
Valgerður

Til hamingju með daginn pabbi minn. Þett er stór dagur í lífi hvers og eins og ekki allir sem taka honum sáttir. Gott að þú ert sáttur við að hætta störfum, þakklátur fyrir það sem starfið hefur gefið þér og að þú hefur að einhverju að hverfa nú þegar þú ert orðinn svona gamall.

Kv
Valgeðrur

2007-03-23 @ 10:32:02


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0