Mikill morgunmatur

Hér er aðeins upprifjun frá í sumar þegar barnabörnin voru í heimsókn. Við vorum á einhverju ferðalagi gegnum akurlönd með þær Guðdísi og Erlu og sögðum þeim frá því að tvö síðustu ár hefðu bændurnir sett upp skilti á akrana sem á stóð "Hér vex morgunverðurinn þinn" ásamt ýmsum fleiri textum á ólíkum skiltum. Þeim þótti þetta sniðugt og eftir þetta sögðu þær oft þegar við vorum á ferðinni að hér yxi mikill morgunverður. Sólvellir eru í það sem kallað er Krekklingesókn. Þar er líka nokkuð sem kallað er Krekklingedalurinn og Sólvellir standa á austurbrún Krekklingedalsins. Að vísu mundi þessi dalur varla kallast dalur á Íslandi. En alla vega; Sólvellir standa það hátt að þaðan er æði víðáttumikið útsýni til vestlægra átta. Krekklingedalurinn gengur stundum undir nafninu matarkistan þar sem þar er ræktað mikið korn og þar er einnig mikill kúabúskapur. Það kemur haframjöl í afar marga hafragrauta úr Krekklingedalnum og það voru þær systur líka alveg vissar um og léku sér stundum að tölum í því sambandi. Þessi akurlönd gera héraðið afar falleg ásamt skógum og myndarlegum bændabýlum, sérstaklega frá tímanum frá því akrarnir verða grænir og fram undir uppskerutímann. Hér fylgir mund af vel stórum akri sem gefur hráefni í afar marga morgunverði. Ef þið lesið þetta Guðdís og Erla, viljið þið reyna að reikna út morgunverðina, alla þá hafragrauta og brauðhleifa sem koma af þessum akri? Þessi akur tilheyrir honum Mikka bónda og nágranna okkar á Suðurbæ, að minnsta kosti að stórum hluta.
Mikill, morgunmatur
Í dag, fimmtudaginn 20. september er búið að rigna all mikið og nú er búið að hirða kornið af flestum ef ekki öllum ökrum. Og það er búið að plægja þá marga og líka sá í nokkurn hluta þeirra. Þeir nýsánu verða því brátt grænir á ný og koma væntanlega að halda græna litnum í allan vetur.


Kommentarer
Valgerður

Morgunverður umræddra stúlkna er einmitt hafragrautur þessa dagana.
Að vísu er settur kanelsykur út á hjá þeirri eldri en þetta er hollur og góður matur segja þær.
Kv
Valgerður

2007-09-21 @ 16:18:49
Guðjón

Já, hann skemmir þær sko ekki hafragrauturinn. Eplið sem getið hefur verið á Valdísar bloggi var orðið gríðar stórt og það var borðað í gær þegar Rósa og Pétur komu. Það féll í Rósu hlut að taka það af trénu og svo skipti hún því í fjóra jafna hluta sem voru borðaðir á Sólvöllum við hátíðlega athöfn.
Kveðja, GB

2007-09-23 @ 21:34:27
URL: http://www.gudjon.blogg.net
Auja

Hæ hæ takk fyrir síðast.
Nú er stefnan tekin á Spán í golfferð í fyrramálið í sól og hita.
Frétti að það hefði verið sól og blíða á ykkur í gær. Eruð þið alveg flutt í Sólvelli, hvernig gengur annars með smíðina á flottu "stugunni"
Kv frá Auju og Þóri

2007-09-25 @ 16:28:53
Guðjón

Smíðin á flottu stugunni gengur vel hægt Auja. Allt er gert með ummhyggju og nærgætni og forstofa/bað verða opnuð seinna í hasust með pomp og prakt. Góða ferð á Spán.
GB

2007-09-25 @ 18:58:24
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0