Bloggs er þörf

Þvílík stund, ég er að prufa nýja útgáfu af blogginu í fyrsta skipti. Ég hef rembst eins og rjúpan við staurinn en ekki komist neitt áfram. Það lengsta sem ég komst var að mynd af Rósunum tveimur var án allra skýringa á blogginu mínu og nefndist myndin einhverju nafni sem átti ekkert skylt við hana. En nóg um bloggafsakanir núna. Hún Rósa dóttir mín er á ferðinni og þá leystist þetta allt saman.

Sá sem er á myndinni hér fyrir ofan er nágranni okkar á Sólvöllum. Það er broddgölturinn Broddi. Maður með hund var á ferðinni á götunni og Brodda líkaði ekki við hundinn sem fór að gelta eins og bjálfi þegar hann varð Brodda var. Þá reisti Broddi allt sitt nálakerfi og reyndi að láta lítið á sér kræla utan á grjótveggnum. Svo fór maðurinn með hundinn og Broddi fagnaði frelsinu og fór af stað að leita sér fæðu.


En áður en hann fór kíkti hann aðeins á Valdísi sem nú var komin á vetvang og það var Broddi mikið sáttari við en geltandi hundinn. Svo þegar þau höfðu fengið smávegis augnkontakt yfirgaf hann felustað sinn og hélt áfram ferðinni meðfram grjótgarðinum.

Núna ætla ég að prufa að vista þetta blogg og ef það tekst verð ég alveg makalaust ánægður. Við erum heima og eftir eina tvo tíma fara Rósa og Pétur með lest til Stokkhólms en við Valdís förum sem leið liggur á Sólvelli á etanolfordinum okkar. Framvegis verður hægt að blogga á Sólvöllum.

GB


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0