Fyrsta bloggið frá Sólvöllum!!

Þetta er nú alveg magnað að vera að blogga á Sólvöllum. Það vafðist fyrir mér hvort það yfir höfuð ætti að vera tölva hér. Svo þegar möguleikinn var fyrir hendi gat ég ekki staðið á móti því. Fartölvan hans Péturs var orðin of lítil fyrir hann, of gömul eða hvað það nú var og hann spurði hvort við vildum fá hana hingað -og nú er hún hér.

Rósa og Pétur sem voru búin að vera hér í tæpa viku fóru heim seinni partinn í dag og nú sitjum við hér tvö við Valdís. Það er búið að gera mikið hér þessa daga. Þau koma ekki til að liggja í sólinni. Það hafa staðið yfir smíðar og panell var rifinn af heilum húsgafli sem var orðinn innanhúss og einangrun var fjarlægð af hluta af loftinu yfir gamla húsinu.
Þegar við byggðum í Sólvallagötunni í Hrísey einangraði ég útveggina með þremur tommum og loftið með fimm tommum. Það var mikið í þá daga. Á Sólvöllum einangrum við þrisvar sinnum meira og þá verðum við líka að útbúa undirbúa sérstaka loftganga utan við einangrunina. Á þessari mynd er unnið að því.


Það þarf líka að hugsa og ræða málin inn á milli og hvíla handlegginn.


Og það þarf að mæla sníða og saga og allt passaði.


Svo var gamli panellinn rifinn af gamla húsgaflinum. Það er að sjá að Rósa eigi von á að fá ryk í augun og er því við öllu búin.


Pétur tók völdin inni og sendi út eina borðið eftir annað.


Þar vorum við Rósa og höfðum varla undan að naglhreinsa.



Svo var farið að kíkja inn á gamla loftið og huga að einangrunni þar, og ekki bara einangrun fannst þar uppi. Þar var hellingur af listum, borðum, stólum og vissum verkfærum og allt þetta var búið að hvíla þarna uppi í 40 ár. Fyrst réðist Pétur á góðgætið en svo fannst mér að ég yrði að sýna minn dugnað líka á loftinu.


Einangrun og bylgjupappi hrúgaðist upp á gólfinu fyrir neðan og þessi einangrun var ekki öll falleg. Litlar sætar mýs voru búnar að hreiðra þar um sig í 40 ár og það skildi eftir sín spor. Nú gengur mikið af smíðavinnu á Sólvöllum út á að gera múshelt -ef það er þá hægt.


Ljósmyndarinn Valdís vatt sér í eldhúsið og tók fram báðar pönnukökupönnurnar og setti í gang pönnukökubakstur og bauð svo upp á pönnukökur í eftirrétt.


Regnskúr hafði myndað perlur á birkikvistinum kringum veröndina.


Og útsýnið var sjálfu sér líkt þegar við settumst út á veröndina og úðuðum í okkur pönnukökum.

Rósa og Pétur eru farin og nú er bara að hlú að minningunni um góða daga.

GB


Kommentarer
Rosa

Jahérnahér! Þetta er ekkert smá skýrsla. Flott að það er svona auðvelt að setja inn myndir.



Kveðja,



R

2008-08-07 @ 23:05:53
Anonym

Nei, en það er bara svona, mikið gert = mikil skýrsla.

GB

2008-08-08 @ 12:30:29
Brynja

Hae elskurnar, va hvad thad er mikid ad gerast hja ykkur a solvollum, verdid thid thar um helgina thvi ef svo er viljum vid ansi gjarnan kikja a ykkur, a morgun? Eg hringi a eftir i ykkur og heyri betur i ykkur....hlakka til ad knusa ykkur...fast

2008-08-08 @ 12:37:16
Anonym

Komdu bara með hann Valla þinn og börnin ef þú vilt. Við þurfum að fara að rannsaka hvort þið hafið breytst niður í Lundi. Já, það er hellingur að gerast á Sólvöllum, bara alltaf mikið að gerast á Sólvöllum.

Kveðja, Guðjón

2008-08-08 @ 21:35:12
Anonym

Komdu bara með hann Valla þinn og börnin ef þú vilt. Við þurfum að fara að rannsaka hvort þið hafið breytst niður í Lundi. Já, það er hellingur að gerast á Sólvöllum, bara alltaf mikið að gerast á Sólvöllum.

Kveðja, Guðjón

2008-08-08 @ 21:36:13
Brynja

Takk fyrir síðast elskurnar mínar, það var æðislegt að hitta ykkur og sjá hvað það er orðið flott hjá ykkur, trédrumburinn er ekkert smá flottur hérna úti og öxin sómir sér mjög vel í henni, Valla fannst gaman að slengja henni í;)

2008-08-11 @ 21:07:35
Guðjón

Takk fyrir síðast þið líka. Gaman að heyra þetta um kubbinn. Það verða margar hitaeiningar lagðar á hann til að kljúfa. Sterkur hann Valur að bara taka kubbinn og leggja svona líka snyrtilega inn í bílinn eins og ekkert væri.



Kveðja, Guðjón

2008-08-14 @ 19:11:48
URL: http://www.gudjon.blogg.net
Rosa

hwa, ertu hættur að blogga aftur?



kveðja,



r

2008-08-23 @ 12:51:11
Guðjón

Ne-he-he-he-hei!

GB

2008-08-25 @ 19:52:53
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0