Jólaljós og fallegir gluggar

Hér eru nokkrar myndir frá miðborg Stokkhólms sem teknar voru á gönguferð okkar Valdísar og Rósu og Péturs í gærkvöldi, fimmtudag 4. des.

Þetta er NK húsið í Stokkhólmi sem er þekkt fyrir ýmissa hluta sakir. Þar eru verslanir, verslanir, verslanir og ennþá meiri verslanir. Þar eru vörur dýrar og sumir kaupa þar bara alls ekki en það er vel hægt að rölta þar um og líta á lystisemdirnar. Það var einmitt það sem við gerðum en við vorum grjóthörð á því að kaupa ekki neitt. NK húsið er snobbhús.


Mynd af sama húsi frá öðru sjónarhorni. Fólkið á gangstéttinni vék fyrir myndatökumanninum, beið, brosti og var hið vinalegasta. Það var eins og það væri svolítið jólaskap svo snemma í mánuðinum þó að það væri bara virkur og venjulegur dagur.


Þó að NK húsið sé kannski snobbhús var ekki hægt að neita því að gluggarnir þar eru alveg stórfallegir í skammdeginu. Hér er bara eitt smá dæmi um það.


Það var nú eitthvað fyrir hana Valdísi að komast í þetta allt saman, hún sem vill hafa mikið að ljósum á þessum stuttu vetrardögum. Ég er óttalega gamaldags en mér fannst þetta reyndar flott líka. Okkur fannst það öllum. Kveðja frá okkur öllum til þeirra sem lesa.

Guðjón


Kommentarer
Rosa

Þetta er nú með litríkari bloggum sem þú hefur látið frá þér fara! :-)



Kveðja,



R

2008-12-05 @ 17:14:46
Anonym

Hvað ég er glaður yfir að þú sérð þetta líka.



Guðjón

2008-12-05 @ 17:18:29


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0