Lena Maria

Eitt sinn reyndi ég að borða með prjónum og gekk afar illa. Maður sem var nokkuð vanur að borða með prjónum reyndi að kenna mér en orðtækið að hafa þumalfingurinn í lofanum átti við mig þá. Ég gafst upp og greip til hnífs og gaffals og þá tókst mér vel að skófla upp í mig.

Rétt áðan lagði Valdís blað fyrir framan mig og þar blasti við mynd af konu sem okkur þykir vænt um, en samt höfum við aldrei hitt hana. Hún hefur þann góða eiginleika að syngja afar vel. Hún var líka góð íþróttakona en við Valdís vissum ekki einu sinni að hún væri til á árunum sem hún var íþróttakona. Nú kannski vefst fyrir einhverjum hvað ég sé að fara að byrja á því að tala um tilraun mína að borða með prjónum og fara svo að tala um góða söngkonu. Þegar þessi kona fæddist árið 1968 varð uppi fótur og fit á fæðingardeildinni. Það var þotið með barnið út af stofunni og mamman fékk ekki að sjá það og skildi ekki neitt í neinu. Þó var að lokum komið með barnið inn og mamman leit það augum. Þegar hún hafði virt fyrir sér barnið sagði hún að þetta barn skyldi fá allt það besta sem hvert annað venjulegt barn bæri að fá. Lena María hafði engar hendur eða handleggi og hún hafði bara einn fót. Og hvað getur maður nú sagt?


Á mynd í blaðinu sem Valdís lagði fyrir framan mig var mynd af Lenu Maríu þar sem hún er að borða með prjónum. Það er ekki meðfylgjandi mynd sem er í blaðinu. Þessa mynd fann ég á netinu og þar en hún yngri en hún er í dag. Fóturinn sem Lena María hefur er þjálfaður til að gera mikið. Hún borðar með honum, málar sig, teiknar og málar myndir og skrifar. Svo þegar hún hefur sett á sig gerfifót gengur hún fram á senuna og syngur. Íþróttagrein hennar var sund. Þessi frásögn er ekki með öllu ólík frásögninni af Helen Keller sem ég bloggaði um fyrir nokkru síðan. Þær hafa það sameiginlegt að hafa sigrað og gera næstum það ómögulega.


Til þess að vera sanngjarn birti ég svo þessa mynd af Lenu Maríu. Hún syngur í fyrsta lagi trúarlega söngva.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0