Elgurinn Hannes

Elgurinn Hannes
Ég var í Kumla í bankanum hjá henni Helenu í dag. Helena er nágranni okkar, býr svo sem 50 metra frá útihurðinni okkar. Hún seldi okkur líka íbúðina á sínum tíma. Í dag er hún fulltrúi okkar í bankanum. Ég þurfti að bíða smá stund og fletti þá upp í landbúnaðarblaði sem lá þar frammi. Þá sá ég fréttina um elginn Hannes. Það var í fyrra þegar Hannes var um mánaðar gamall að hann fannst, yfirgefið elgsbarn, meðal hesta í haga. Fólkið sem fann hann tók hann í fóstur og annaðist hann vel eins og sjá má á myndinni. Hannes er nú ásamt fleiri elgjum á afgirtu svæði við góðar aðstæður þar sem fólk getur komið og klappað elgjum og kelað við þá.

Í blaðagreininni er eftirfarandi sagt um hinn nýfundna Hannes elgskálf: "Yfirgefinn af mömmu sinni leitaði hann öryggis hjá hestunum. Hinar hjartnæmu myndir þar sem Hannes liggur í hálminum og með sínum stóru, brúnu augum horfir inn í myndavélina geta ekki einu sinni skilið hinn mest forherta eftir ósnortinn." Þessar myndir hef ég ekki séð.
GB


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0