Er þetta ekki krúttlegt?

Er þetta ekki krúttlegt?
Það er allt fullt af skrifum um broddgelti sem stendur, en það talaði ég líka um í gær eða fyrradag. Hér hefur einhver náð þeim í húfuna sína og það virðist fara vel um þá. Fyrir nokkrum árum var ég að þvo bílinn minn í Vornesi. Það var sterk síðdegissól og hlýtt. Því stillti ég bílnum bak við hús og upp við vegg sem náði upp í svo sem augnhæð. Þar sem ég var að snudda við bílinn varð ég var við einhverja hreyfingu upp á veggnum. Þegar ég gáði að voru þar tveir broddgeltir í lítilli holu, kannski á stærð við húfuna á myndinni, og þeir veltust þarna hvor um annan, struku sér upp við hvor annan, lágu um stund og héldu svo áfram að kela. Þeim virtist alveg nákvæmlega sama þó að ég væri þarna og ekki voru þeir feimnir. Svona er broddgöltum lagið að vera.
GB


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0