Skógarsóley

Skógarsóley
Skógarsóley (vitsippa) er farin að brosa mót sól sunnar í Svíþjóð. Vonandi dregst það nokkuð að hún sýni sig á Sólvöllum í Lekebergshreppi. En það er aldrei að vita, hverju getur maður ekki átt von á um þessar mundir. Broddgeltirnir eru farnir að vakna af vetrardvala vegna hlýinda en eiga erfitt uppdráttar þar sem maðkar og skordýr sem þeir lifa á eru ekki komin á ról þrátt fyrir allt. Fólk er því beðið að veita þeim athygli og hjálpa þeim þar sem þeir sýna sig. Broddgeltir eru komnir til okkar á Sólvöllum en þeir sýndu sig þar í fyrsta skipti seinni partinn í fyrrasumar. Við verðum á verði og ef svangur broddgöltur heilsar upp á okkur komum við til með að veita okkur upplýsinga um hvernig við eigum að bregðast við. Upplýsingar um það er að finna á vefsíðu sænska sjónvarpsins. Ég ætla að leita uppi góða mynd af broddgelti og setja hér fyrir neðan.
GB


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0