Snemma á ferð

Snemma á ferð
Aldeilis snemm á ferð þessi ungafjölskylda. Ég var eftir ábendingu frá Rósu dóttur minni að leita í Dagens nyheter að grein um hvernig maður ætti að annast broddgelti sem vakna of snemma af vetrardvala sínum. Þá sá ég svo ótrúlega ógeðslega frétt frá Ítalíu að ég varð nánast miður mín. Svo hélt ég áfram leitinni og þá rakst ég á mynd af þessari andarfjölskyldu. Þessir andarungar sáust í Stokkhólmi og eru sagðir alveg gríðarlega óvenjulega snemma vors á ferðinni. Þetta eru nefnilega ungar þessa árs sjáið þið til. En greinina um broddgeltina fann ég og þar og ráðlagt er að leggja þurrkaðan hunda- eða kattamat í bleyti og gefa þeim. Svo á að gefa þeim vatn með en ekki mjólk. Þeir geta fengið þarmabólgur af mjólk, en fólk hefur gjarnan viljað gefa þeim mjólk og þá af góðum huga. Þetta um þarmabólguna heyrði ég fyrir mörgum árum. Í Vornesi er mikið af broddgöltum og hann Úve, minn gamli vinnufélagi, veit mikið um fugla og alls konar dýr. Ég lærði því þetta um mjólk og broddgelti af honum. Úve fór á ellilaun fáeinum mánuðum á eftir mér. Ég vil endilega fá hann í heimsókn til að ganga með mér um Sólvallaskóginn og spekúlera þar í mikilvægum málum. Svo mundi hann og hún Karin konan hans fá rjómapönnukökur hjá Valdísi er ég alveg viss um. Þau eiga heima í Vingåker, Úve og Karin, og það er 60 km akstur þaðan til Örebro. En nú er komið að fréttum og ég þangað.
GB


Kommentarer
Valgerður

Þið eruð að verða sannkallaðri bændur, með öll þessi dýr í skógræktinni ykkar.
VG

2008-02-27 @ 13:26:20
Guðjón

Þau mættu gjarnan vera fleiri dýrin í Sólvallaskóginum. Héri var æði oft á ferðinni fyrir nokkrum mánuðum, dansaði og skoppaði og lét afar skemmtilega. Einn daginn þegar við komum til Sólvalla sáum við dauðan héra hanga á bílskúrsvegg í nágrenninu. Eigandi bílskúrsins er veiðimaður. Við höfum ekki séð hérann skoppa í kringum okkur lengi. Ekki vitum við hvort hann er búinn að vera í sunnudagsmatinn hjá veiðimanninum en alla vega; fólk sér hlutina frá ólíkum sjónarhornum.
GB

2008-02-27 @ 19:17:33
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0