Vorið er komið

Samkvæmt viðmiðun sænsku veðurstofunnar er vorið komið lengst norður eftir Svíþjóð, upp til Söderhamn (Suðurhafnar) sem að vísu er mun sunnar en Ísland. Hiti hefur verið yfir 0 gráðum sjö daga í röð og þá segir veðurstofan að það sé vor. Vorið samkvæmt þessari viðmiðun hefur í ómunatíð komið í apríl.
Vorið er komið
Þessi talgoxe (flotmeisa) er farinn að láta til sín heyra löngu fyrir vorkomuna en kannski það fari líka að snúast við. Þetta er kvengfugl en það er ekki þekking mín á fuglum sem gerir að ég veit það. Það fylgdi í texta með myndinni. Í fyrradag minnti Valdís mig á að konudagurinn er í dag. Í tilefni af því eldaði ég hafragrautinn í morgun en það geri ég svo sem oftar. En nú borðuðum við þó hafragrautinn við  kertaljós en það gerum við ekki alla jafna. Þegar leið á daginn, eftir að Valdís hafði annast kaffiveitingar í kirkjunni og ég verið við smíðar í nokkra tíma, fórum við upp í Kilsbergen og fengum okkur kaffi og brauðsneið í veitingahúsi á útivistarsvæði þar efra. Þar sást reyndar snjór í vegköntum, leifar eftir snjómokstur fyrir líklega tveimur vikum. Þar á næstu slóðum eru skíðabrekkur en þar er notast við vélsnjó. Það lítur út fyrir að við þurfum að fara að grafa fyrir beykitrjánum sem við ætlum að sækja til Södermanland áður en gróður fer að taka of mikið við sér. Við reiknuðum með að gera þetta í apríl. Það er erfitt með langtímaáætlanir um þessar mundir.

Nú er komið kvöld hjá sumum, sérstaklega þeim sem þurfa að sofa minnst átta tíma. Tannburstun gengur því í garð eftir nokkrar mínútur og svo er að tappa af líkamanum, athuga hvort útihurðin sé ekki örugglega læst, slökkva á hlutum og sinna þessum atriðum sem eru búin að vera hluti af venjulegu kvöldi í fjölda ára.
GB


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0