Að lokum úr Dalaferðum

Það er nú mál að ljúki bloggi mínu um Dalina sem hófst hér all nokkru neðar með frásögn af útsýnisturninum á Víðabliki, þeim sama og er sýndur öðru sinni hér á myndinni.

Í því bloggi talaði ég um ferð með Valgerði dóttur okkar, Jónatan tengdasyni og Kristni dóttursyni umhverfis vatnið Siljan. Þá talaði ég um að við hefðum um mitt sumar farið í skíðalyftu upp á hæð eina á leið okkar. Eftir það skoðaði ég myndir skildar þessu og kynnti mér staðinn betur. Þá komst ég að nokkru áhugaverðu. Þetta er heilt fjall, ekki hæð, 514 m hátt og hvergi gefur betra útsýni yfir Siljansvæðið og það sem jarðfræðilega kallast Siljanhringurinn. Við Valdís köllum það hins vegar Siljanhringinn þegar við ökum umhvergis vatnið Siljan. Nú fer ég að eiga mikið erindi upp í Dali til að kanna ýmsa hluti betur.
Að lokum úr Dalaferðum
Svo eru hér nokkur kveðjuorð til Víðabliks. Á seinni hluta 19. aldar kom farandsali að nafni Ólafur að víðabliki. Hann settist þar niður til að hvíla sig og veitti auðvitað athygli hve frábærilega fallegt og stórbrotið útsýni var þarna. Hann hét því þá að ef hann eignaðist einhvern tíma peninga skyldi hann byggja sér heimili þarna og útsýnisturn á hæðinni þar fyrir ofan.

Ólafur hélt áfram ferð sinni og síðar eignaðist hann peninga. Árið 1897 kom hann til baka og hóf framkvæmdir. Turninn hafði nokkru áður teiknað 17 ára unglingur sem líka hét Ólafur og hann varð líka byggingarmeistarinn. Turninn var vígður með athöfn árið 1898. Þarna voru reistar fleiri byggingar og var staðurinn hugsaður sem sjúkra- og hvíldarheimili. Ekki naut farandsalinn Ólafur framkvæmdar sinnar lengi því hann lést árið 1899

Yfirgefum við hér með Dalina.
GB


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0