Að standa á ungu landi

Mig grunar að Valgerður dóttir mín og Jónatan standi þarna á jarðvegi sem er blandaður vikri sem kom upp úr Eldfelli fyrir minna en hálfum mannsaldri. Þau eru að vinna við viðhald hússins síns fáein hundruð metra frá hrauni og vikri sem við sjáum í bakgrunni og ruddist úr iðrum jarðar fyrir svo ótrúlega stuttu síðan. Það var merkilegur morgun að vakna þegar þessar hamfarir byrjuðu. Hún tengdamóðir mín hringdi snemma morguns þegar við bjuggum á Bjargi í Hrísey. Ég var þá rétt að vakna til að fara til vinnu og skildi strax að nú var eitthvað á seiði. Þegar ég svaraði í símann sagði hún umsvifalaust: "Kveiktu strax á útvarpinu, Vestmannaeyjar eru að klofna í tvennt." Ég er ekkert hissa á þessum viðbrögðum hennar. Eitthvað sem fólki fannst algerlega ómögulegt hafði átt sér stað. Ég mætti eins og margir aðrir einhverjum klukkutímanum of seint í vinnu þennan morgun
GB
Að standa á ungu landi


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0