Að verða volgur á rassinum

Þegar ég var í skóla á Klaustri fór ég oft upp á Klaustursheiði, það tilheyrði þeim leikjum sem þar voru stundaðir, og þá sá ég yfir Skaftáreldahraun. Það var gaman að sjá yfir þetta hraun og sjá að það var svakalega stórt en ekkert meira með það svo að ég geti munað. Það var svo árið 2002 að ég fór upp á Klaustursheiði og gekk yfir að Hunkubökkum og heimsótti Hörð. Eftir kaffibolla hjá Herði skutlaði hann mér austur á Klaustur sem ég var þakklátur fyrir annars var ég ákveðinn í að ganga til baka ef þyrfti og þá líklega sömu leið.

En það var í þessari ferð sem ég sá Skaftáreldahraun, þessa ungu landmótun í allt öðru ljósi. Ég settist á þúfu þarna uppi og lét hugann reika. Ég reyndi að giska á hvað mikið langalang- væri til þeirra áa minna sem hefðu upplifað Skaftárelda og þá miklu landmótun sem þá átti sér stað. Ég sá fyrir mér að þetta var ótrúlega nærri. Í sumarblíðunni þarna uppi og mitt í hugleiðingum mínum varð ég alveg hugfanginn af tilverunni og fékk sterka löngun til að segja einhverjum frá því. Því sendi ég sms til hans Kjell vinnufélaga míns og sagði honum í nokkrum orðum frá því því útsýni sem ég hafði fyrir augum. Kjell er nefnilega áhugamaður um Ísland og hefur verið á suðvesturhorninu tvisvar sinnum. Snemma næsta dag fékk ég sms frá Kjell. Það var stutt og laggott: "Takk fyrir að ég fékk sofna aftur." Þá áttaði ég mig á því að þegar ég sendi smsið var klukkan hjá Kjell að ganga tólf að kvöldi. Það hugleiddi ég ekki í hrifningu minni klukkan að ganga tíu upp í Klaustursheiði, að Kjell  væri steinsofandi í rúminu sínu.

Nú þegar ég vara að skrifa þetta athugaði ég þetta með áana sem ég gat um áður, og komst að eftirfarandi: Langa-langa-langafi minn í móðurætt, Eyjólfur Þórarinsson, fæddist 1774 og var því átta ára þegar Skaftáreldar hófust. Kona hans og langa-langa-langamma mín, Anna Oddsdóttir, fæddist 1776 og var því 6 ára við upphaf eldanna. Í bloggum mínum undanfarið hef ég verið að tala um landmótun sem átti sér stað fyrir 360 miljónum ára en hér er það landmótun sem er nokkurra kynslóða gömul.
Að verða volgur á rassinum
Svo er það þessi mynd sem greinilega er tekin að kvöldi til af lóðinni hjá Valgerði og Jónatan í Vestmannaeyjum og til hægri sést í nýja hraunið. Þar er landmótunin ennþá volg. Alla vega síðast þegar ég var upp á Eldfelli, þá varð ég aðeins volgur á rassinum eftir að hafa setið þar nokkra stund. Í það skiptið fann ég þó greinilegan mun að mér fannst hversu mikið lengur ég þurfti að sitja til að finna fyrir þessum yl frá iðrum jarðar.

Svo ein frásögn frá þessari ferð minni á Eldfell. Ég vildi fyrirfram fá næði til að sitja einn þarna uppi svo lengi sem ég vildi þegar þar að kæmi. Svo þegar upp var komið og ég hafði setið þar um stund, sá ég hvar löng halarófa fólks liðaðist upp bugðótta gönguleiðna. Einn maður gekk nokkurn spöl á undan hinum. Þegar þessi maður kom svo að lokum á móts við mig sagði hann: "Ert þú fjallavörður?" Ég svarað því játandi og svo töluðum við ekki meir. Síðan kom öll halarófan og fór framhjá mér og allir reyndu að láta sem þeir sæju mig ekki. Ég heyrði að maðurinn sem spurði var ekki íslendingur en hann talaði þó mjög góða íslensku. Allt hvarf þetta fólk svo norðaustur af Eldfellinu og ég hélt bara að þar væri einhver leið niður. En eftir all langan tíma kom þó halarófan til baka og ég spurði þá manninn sem hafði ávarpað mig hvaðan þetta fólk væri. Öll voru þau frakkar, einnig hann sem var leiðsögumaður. Að koma frá Frakklandi og upp á Eldfell í Vestmannaeyjum, það hlýtur að hafa verið að eins og að nálgast sköpun jarðar.
GB


Kommentarer
Valgerður

við eigum aðra ljósari af heimakletti, þarf að muna að senda þér hana. Skemmtileg myndi inni á http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/ sem tekin var í snjónum í morgun.
Kv
Valgerður

2008-02-03 @ 19:44:58


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0