Austursund

Við Valdís tölum oft um hve mikið við eigum eftir að skoða af bæði Íslandi og Svíþjóð. Á því augnabliki sem ég skrifa þetta minnist ég manns sem ég hitti á mínum gamla vinnustað, Vornesi. Hann er einn af þeim mörgu sem fóru gegnum meðferðina þar og einnig einn af þeim mörgu sem var mikið til listar lagt og fróður maður með endemum. Þegar hann fékk vitneskju um að ég væri íslendingur þótti honum sem hann hefði virkilega dottið í lukkupottinn. Hann var nefnilega mikill áhugamaður um hálendi Íslands og hafði farið margar ferðir þangað og var hálendinu vel kunnur. Nú ætlaði hann að læra enn meira um hálendi Íslands af mér. Niðurstaðan varð þó sú að ég fræddist um hálendi Íslands af honum.

En hvað um það. Næstum því í miðri Svíþjóð frá norðri til suðurs er staður sem heitir Austursund (Östersund). Þessi staður er um 500 km norðan við Örebro í beinni línu, 550 km ef ekin er styttsta leið. Ef við tölum um hversu langt áleiðis til Austursunds við Valdís höfum komið frá Örebro, þá höfum við bara komið hálfa leiðina. Svo eigum við þar að auki eftir þá 800 km landsins sem liggur norðan Austursunds. Það er mikið sem gera skal á ellilaunaaldrinum. Samkvæmt þeim sem þarna hafa verið er afburðafallegt þarna norðurfrá. Rósa og Pétur hafa verið áramót í Austursund og þau voru í gönguferð og sendu okkur sms. Gegnum smsið sáum við að það var forkunnarfagurt á þeirra leið. Rósa hefur einnig unnið þarna norðurfrá, meðal annars í Austursund. Myndin fyrir neðan er frá þessum stað. Ég er fíkinn í að skrifa meira um þetta og mun því gera það næstu daga. En hvað áhrærir þann hluta landsins sem liggur sunnan Örebro, þá erum við nú nokkuð vel kunnug þeim hluta.
G B
Austursund
Svíar halda vel í sína gömlu báta. Að vera um borð í einum svona í logni, í 25 stiga hita, með rjómaís í skál og kaffibolla við hendina, ja, það er ekki sem verst.
GB


Kommentarer
Ketill jamti

"Svíar halda vel í sína gömlu báta."



So, when did people in Östersund become "svíar"? At the same time people in Reykjavík became "danir"? No, in fact much much later.

2009-10-18 @ 04:53:39


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0