Dalhalla

Þetta er friðfull mynd og ekkert sem gefur til kynna þær hamfarir sem mótuðu Siljansvæðið, en þessi staður, Dalhalla, er skammt norðan við vatnið Siljan. Gömul kalknáma sem gerð hefur verið að þessu notalega svæði til samkomuhalds á sumrin. Ef nafnið Dalhalla er skrifað í leitarforritið Google kemur jú upp einhver feikna fjöldi af fyrirsögnum og æði margar af þessum fyrirsögnum eru um tónleika Sigur Rósar í Dalhalla.
Dalhalla
Alla jafna gengur fólk þarna niður en bæði sumrin sem við vorum þarna fékk ég að fara á bíl niður með fólk sem átti erfitt með gang í hallanum. Ekkert var sjálfsagðara og ég fékk merki til að hafa innan við framrúðuna meðan á tónleikunum stóð.
GB


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0