Drottningin er fallin

Þannig leit hún út í vestan vindi í gær, drottning allra Sólvallatrjáa. Nú liggur hún á jörðinni í tveimur haugum. Annar haugurinn eru stokkar í eldivið en hinn haugurinn er greinasafnið. En hún var lasin björkin okkar og allir sem tjáðu sig um málið voru sammála um að það væri hætta búin af henni.
Drottningin er fallin
Hér eftir fylgja nokkrar af mörgum myndum sem Valdís tók þegar þetta áberandi og fallega tré var fellt í dag.


Kommentarer
Rosa

Æ, æ, æ, leitt að sjá björkina falla. En. Lengi brenni björkin í mínum kakkalóna :-)

Kveðja,

r

2008-01-26 @ 22:17:26
Rósa J

Það munar ekki um blogg-gleðina þessa dagana :-)

Þetta fær mann bara til að langa til að pakka niður tjaldinu og renna í norðurátt. Aldrei að vita nema við gerum það einhvern tímann en reiknum þó með að næsta sumar verði frekar nánasta umhverfi skoðað vegna nýja fjölskyldumeðlimsins sem búist er við eftir tvo mánuði.

kveðja, Rósa.

2008-01-29 @ 13:51:49
Guðjón

Ja Rósa J, gaman að sjá nafnið þitt á blogginu mínu. Okkur hefur reyndar oft verið hugsað til ykkar og Það finnast all nokkur tré sem geta fyllt kerru og hlýjað fólki niður á Gautaborgarsvæðinu. Þið eruð alltaf velkomin. Með bestu kveðju frá Sólvallafólkinu.
GB

2008-01-29 @ 19:59:36
URL: http://www.gudjon.blogg.net
Guðjón

Heyrðu Rósa, þetta með blogggleðina; ef ellilífeyrisþegi getur ekki látið eftir sér að blogga svolítið, þá vantar nú bara eitthvað á lífsgæðin.
GB

2008-01-29 @ 20:01:15
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0