Eitt hænufet á dag

Það mætti ætla í fyrstu að yfirskriftin og myndin séu ekki gerð hvort fyrir annað. En látum okkur nú sjá.

Ég hef fylgst náið með sólaruppkomu og sólsetri frá því á vetrarsólstöðudaginn þann 22. desember. Þann dag kom sól upp í Örebro kl. 8,58 og sól gekk til viðar kl. 15,00. Þá skyldi maður ætla að daginn eftir kæmi sól upp hálfu hænufeti fyrr og settist hálfu hænufeti síðar en á vetrarsólstöðudaginn. En viti menn; fjórum dögum eftir vetrarsólstöðudaginn kom sól upp tveimur mínútum síðar, eða kl. 9,00. Það var ekki fyrr en á áttunda degi eftir oftnefndan vetrarsólstöðudag sem sól fór svo að koma fyrr upp á morgnana. Sólin byrjaði hins vegar að ganga til viðar einni mínútu síðar þegar daginn eftir sólstöðudaginn og bættist við ein mínúta á dag í rúma viku, síðar ein til tvær mínútur á dag eftir það. Í dag, þann 9. janúar, kemur sól upp 5 mínútum fyrr en þann 22. desember og gengur til viðar 23 mínútum síðar en þann dag. Það er að segja, dagurinn er þegar orðinn 28 mínútum lengri.

Okkur hefur verið tíðrætt undanfarið um bjartari daga og vorkomu. Það minnti okkur hins vegar á góða daga á síðasta vori og þá ekki minnst skerjagarðsferðina sem við fórum um miðjan maí í fyrra í hópi fólks frá Örebro. Þessa ferð hef ég bloggað um áður og skrifað um í bréfi og það er kannski að fá upp í hálsinn að fjalla meira um það. En samt ætla ég að birta nokkrar myndir frá þessari ferð til að minna okkur Valdísi á, og kannski einhverja aðra sem skoða myndirnar, að vordagar eru framundan.
Eitt hænufet á dag
Siglingin var farin frá Stokkhólmi og þar gistum við líka á hóteli nóttina fyrir ferðina. Meðan við vorum að borða kvöldmatinn komu Rósa og Pétur til að heilsa upp á okkur. Það voru reyndar fleiri úr ferðafélagahópnum sem virtust vera ánægð með heimsókn þeirra á hótelið.


Kommentarer
Rosa

þú gleymdir að segja að þetta var ferlega flott hótel!! kveðja, r

2008-01-10 @ 16:01:44
Guðjón

Já Rósa, þetta var alveg makalaust flott hótel, það er sko rétt hjá þér og svo hljótt var þar að það var erfitt að ímynda sér að þetta væri inn í miðjum Stokkhólmi. Ég var kominn í tímaþröng þegar ég var að blogga í gær. Eitthvað misheppnaðist líka því að ég var búinn að skrifa að heimsókn ykkar á hótelið hefði verið til mikillar gleði fyrir okkur og það voru fleiri sem fögnuðu komu ykkar. Til dæmis hún Gihta sem tók myndina. En sá texti kom ekki allur fram. Seinna fengum við svo að vita að þið Pétur hefðuð verið velkomin með í skerjagarðsferðina en þá of seint. Ekki hefði það verið leiðinlegt.
GB

2008-01-10 @ 19:46:53
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0