Gott nýtt ár

Já, gott nýtt ár. Ég er búinn að vera á leiðinni að blogga síðan á nýársdag og nú loksins er stundin runnin upp. Á myndinni hér fyrir neðan er Valdís með lagerinn af áramótapúðrinu á okkar heimili. Hún keypti stjörnublys fyrir 10 kr sænskar og helmingurinn er eftir. Meðan þessi stjörnublys brunnu hjá henni hvæsti, argaði og dúndraði umhverfið af öllu mögulegu dóti með margvíslegum nöfnum og púður- og brunalyktin fyllti hvern krók og kima. Þetta er afskaplega lítið spennandi nú orðið og ef eitthvað er utan andlegheita á gamlárskvöld, þá er það þetta. (gamaldags eða hvað!?!) Í gær dó einn 16 ára strákur sem missti andlitið og skaðaði höfuðkúpuna á gamlárskvöld þegar hann fékk einhverja áramótasprengju framan í sig. Einhverjir styttu fingur sína og aðrir brenndu sig og bráðamóttökur höfðu í talsverðu að snúast. Ég var líka nærri að fá einhverja knallettu í höfuðið á gamlárskvöld í Hrísey, þá fullorðinn maður og þriggja barna faðir. Ég get því ekki mikið sagt en alla vega; ég er virkilega búinn að missa áhugann og horfði á hátíðahöld í sjónvarpi meðan það mesta gekk yfir.Við skruppum rétt út á svalir til að brenna þessum blysum. Það hefði verið friðsælt á Sólvöllum þetta kvöld.
Gott nýtt ár
Og það er eins og ævinlega, Sólvöllum er alltaf komið að á einn eða annan hátt. Ég fór þangað þokkalega tímanlega í morgun vegna þess að pípulagningamaður ætlaði að koma og hjálpa mér svolítið og leiðbeina mér. Á sléttum akurlöndum suðvestan við Örebro var all hvasst svo að ég fann vel fyrir því við að keyra bílinn. Þegar ég kom á Sólvelli var logn en veðurhljóð frá norðri til suðausturs. Hæstu trjátoppar bærðust lítillega. Þegar það var áliðið dags kom pípulagningamaðurinn og hafði orð á því að það væri gott veður á Sólvöllum. Hann hafði nefnilega verið í Örebro og kom þaðan sömu leið og ég. Hann sagði að það hefði blásið frísklega á sig af suðaustri á leiðinni yfir opnu akurlöndin en þarna hefði hann komið í hlé. Þá veitti ég því athygli að veðurhljóðið að baki skóginum hafði aukist að mun. Skógurinn veitir marga logndagana á Sólvöllum. Þó að ég sé að tala um vind, þá er það bara "vindur". Við höfum lesið mikið af fréttum um storma og fárviðri á Íslandi og miðað við það ætti ég ekki að vera að eyða orðum í vind. Við erum þakklát fyrir þessa veðursælu sem við höfum.

Nú er ég búinn að tæma orðgnóttina sem ég hélt að ég hefði búið yfir þegar ég settist við að skrifa þetta. Fyrst svo er er ekki annað að gera en hætta að þessu sinni. Kannski líka betra minna en jafnara.

Með bestu kveðju frá okkur. GB


Kommentarer
Anonym

og hvað gerði svo píparinn?!? kveðja, r

2008-01-04 @ 23:37:14
Guðjón

Píparinn mældi fyrir þremur rörum með beygjum sem hann ætlar svo að koma með á þriðjudag eða miðvikudag. Eftir það kemur hann ekki fyrr en allt annað er tilbúið á baði og í forstofu og þá leggur hann öll önnur vatnsrör. Hann klagði líka blessun sína yfir það sem ég hef gert en pípari ætti að gera og leiðbeindi mér með smá atriði.
GB

2008-01-05 @ 10:29:53
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0