Ráðagerðir

Um meter frá jörð þar sem björkin var söguð var hún 90 sm í þvermál þar sem hún var breiðust. Svona tré er ekki fellt hvernig sem er og síst ef það stendur nálægt byggingum sem þetta tré gerði. Hún hefði fallið á húsið ef hún hefði fallið í vestanátt. Þar að auki nægja ekki venjulegar keðjusagir og það var ekkert um annað að ræða en að fá fagmann í verkið. Það annaðist hann Arnold bóndi sem er annar frá vinstri á myndinni.
Ráðagerðir
Þriðji maðurinn er hann Jónas nágranni okkar og mikill heiðursmaður, sonur Arnolds. Kona Jónasar er Lena sem oft gengur framhjá Sólvöllum og vinkar eða heilsar. Maðurinn lengst til hægri er svo hann Krister, fagmaðurinn frá Hardemó sem hefur að atvinnu að fella tré við erfiðar aðstæður. Heima hjá Jónasi þurfti líka að fella tvær bjarkir sem voru orðin ógnandi fyrir húsið hans. Fyrst voru þær bjarkir felldar og síðan kom að okkar björk. Allir hjálpuðust að á báðum stöðum og að lokum bauð Valdís upp á kaffi með smurðu brauði og einni virkilegri Hnallþóru. Fjölskylda Jónasar kom öll og það var sérstaklega gaman því að börnin Jónasar og Lenu eru fjögurra og sex ára og þeim fannst gaman að koma inn já þessu fólki sem talar undarlega. Svo fannst þeim tertan rosalega góð.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0