Usha indverska

Usha indverska


Þetta er indverjinn hún Usha sem er búin að búa í Stokkhólmi í fjöldamörg ár. Usha er vinkona Rósu síðan mörg ár til baka og vinkona Valgerðar frá því í fyrra. Hún er margreynd kona, kann m. a. indverska matargerðarlist og hefur haldið tvö námskeið í slíku í Vestmannaeyjum og eitt í Borgarnesi. Henni geðjast vel að Íslandi og hefur talað um að flytja til Vestmannaeyja sem hún kemur þó trúlega ekki til með að gera. Hún vildi bjóða okkur öllum í mat og bauð upp á elgskjöt. Elgurinn er kallaður konungur skógarins í Svíþjóð og tilheyrir nú ekki indverskri matargerðarlist. En hún matreiddi elginn svo að hann smakkaðist mjög vel. Til hægri við Usha er hún Erna sem var með Valgerði í Stokkhólmsferðinni. Usha var svo vingjarnleg að kalla okkur Valdísi mömmu og pabba.
GB


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0