Aldeilis venjulegur dagur

Fimmtudagurinn 13. mars og það er alskýjað, fremur þungbúið, logn, þurrt og þriggja til fjögurra stiga hiti. Klukkan er rúmlega sjö og við erum að fara í sveitina. Sem sagt aldeilis venjulegur dagur fyrir utan það að í dag kemur pípulagningamaðurinn á Sólvelli. Ég hef verið hljóður um Sólvelli undanfarið og verð nokkra daga til viðbótar. Hér nokkuð sunnan við gluggann heima í Suðurbæjarenginu í Örebro sé ég runna sem er farinn að springa út. Hann er vanur að vera snemma á ferðinni þessi runni en að þessu sinni er hann alveg sérstaklega snemma á ferðinni.
Hafið góðan dag.
GB


Kommentarer
Þórlaug

Ég kíki oft á síðurnar ykkar og fylgist þannig með ykkur og sé hvað þið njótið ykkar vel á Sólvöllum.
Gleðilega páska bæði tvö.
Kveðja,
Þórlaug

2008-03-16 @ 10:29:29
Guðjón

Gleðilega páska þið líka Þórlaug og Jóhann. Gaman að fá þessa kveðju. Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni

2008-03-16 @ 20:33:33
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0