Þegar ekkert stenst

Í gærmorgun, þriðjudag, var ég með mikið skipulagt í kollinum. Það var nýr áfangi á Sólvöllum og ég var búinn að skipuleggja næstum hvert handtak í byrjun þessa nýja áfanga. Ég ætlaði nokkuð seint af stað en þegar ég kæmi á Sólvelli, þá skyldu sko verkin alveg fljúga áfram. En fyrst ætlaði ég að kíkja á nokkra reikninga og greiða þá gegnum internet, eða ganga frá þeim til greiðslu á gjalddaga. Svo þegar ég væri búinn að því ætlaði ég að huga að pappírum sem ég ætlaði að hafa með þegar ég færi til að hitta hana Helenu í bankanum á morgun, fimmtudag. Síðan ætlaði ég að leggja af stað á Sólvelli, alveg endilega fyrir hádegi.

Meðan ég var að vasast í þessu þurfti ég að fara á klóið svona eins og gengur og einmitt þá var hringt frá Vornesi. Valdís svaraði og bað um að hringja aftur eftir tvær mínútur. Svo var hringt aftur og erindið var að fá mig til að vinna kvöldið og nóttina. Ég heyrði samstundis hvernig hundraðkallarnir hrundu með hljóðum niður í sparibaukinn minn og runnu svo sem greiðslur þaðan fyrir smíðaviði og veggjaplötum. Að sama skapi heyrði ég hvernig ég stundi innbyrðis; nei, nei, nei, ekki einmitt núna þegar ég er svo viljugur og vel undirbúinn að smíða. Ég svaraði að ég mundi hringja eftir fimm mínútur til að gefa svar, en fann samt strax að ég mundi svara játandi. Ég vildi bara kyngja þessari breytingu áður en ég gerði það. En svo hætti ég við svoleiðis stæla og sagði að auðvitað kæmi ég.

Eftir hádegi lagði ég af stað í Vornes og sjúklingarnir tóku svo vel á móti mér. Auðvitað tóku líka allir aðrir vel á móti mér. Það er gott að vinna sem elilífeyrisþegi. Ég vinn ekki meira en svo að ég kem ferskur og hress í anda á vinnustaðinn og ég finn mig ekki gera neinar sérstakar kröfur og ekki finn ég heldur fyrir að ég þurfi að vinna til neinna afreka heldur. Hlutlaus geng ég því fram til verka og veit upp á hár hvað ég á að gera og hvernig. Þetta virkar rosalega vel. Svo kemur hann Ingemar ellilífeyrisþegi líka líka öðru hvoru til að leysa af og stundum hittumst við þar báðir ellilífeyrisþegarnir. Þá segja margir af starfsfólkinu að nú sé það bara að verða eins og í gamla daga. Í hvert einasta skipti sem ég hef unnið og er að leggja af stað heim spyrja sjúklingarnir; hvenær kemurðu næst. Það er góð kveðja og notaleg að hafa með sér heim á leið. Svo er einn mjög góður kostur við að vinna svolítið sem ellilífeyrisþegi, og það er að það er eiginlega enginn skattur borgaður af fyrstu þúsundköllunum, en fer svo stigvaxandi. Sem sagt; við erum verðlaunaðir fyrir að vinna.

Nú er aftur komið að Sólvöllum. Eftir að hafa komið heim um tíu leytið stoppaði ég svolítið heima en fór svo á Sólvelli og ætlaði nú að byrja þar sem frá var horfið og vinna nákvæmlega eins og ég hafði skipulagt fyrir gærdaginn. En, viti menn, áætlunin stóðst ekki lengur. Ég varð að skipuleggja allt upp á nýtt og byrja svo. Þetta hef ég orðið var við oft áður að þegar ég hef skyndilega farið frá verki sem ég hef skipulagt, þá verð ég að byrja aftur frá grunni. En nú er ég orðinn skipulagður aftur, búinn að smíða dálítið í dag og ég sé fyrir mér hvernig listar og langbönd koma til með að hafna fyrirhafnarítið í réttum lengdum á rétta staði og festast þar.

Valdís fær heimsókn fjögurra kvenna á föstudag og á morgun, fimmtudag, ætlar hún meðal annars að undirbúa sig fyrir þessa heimsókn. Þetta eru sömu konur og koma í heimsókn á Sólvelli á sumrin og þá koma þær snemma og fara seint. Þá fá þær sér morgunkaffi, tína ber eða fara í gönguferð í skóginum, leika sér svolítið, fá sér svo hádegismat og eru þá þreyttar og leggja sig. Svo koma þær i gang aftur og leika sér svolítið meira áður en þær fá sér síðdegiskaffi og fara svo harðánægðar heim. Það er gaman að þessu.

Guðjón


Kommentarer
Brynja

mikilvægt að það sé gaman af hlutunum, gott líka þegar maður kann að stýra viðhorfi sínu í þá áttina til að gera sér alla hluti auðveldari. Ég sakna ykkar, alltaf heimilisleg tilfinning sem fylgir því að lesa bloggið þitt Guðjón.

2008-11-20 @ 09:30:26
Guðjón

Þakka þér fyrir Brynja, þú fylgist með hér í Örebro, gaman að þú kvittar fyrir og kemur með smá skoðanir á málunum.



Guðjón

2008-11-20 @ 22:06:41
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0