Fréttir frá Íslandi

Það voru fréttir um íslensku efnahagsmálin í morgunsjónvarpinu þennan morgun, miðvikudaginn 12. nóvember. Talað var um að íslenskur almenningur treysti ekki ríkjandi stjórnvöldum og það var talað um að erlendar lánastofnanir treysti ekki íslenskum stjórnvöldum. Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki nokkurn skapaðan hlut í því hvað íslensk stjórnvöld eru að gera, hef ekki heldur skilið það síðan ósköpin hófust. Hér um slóðir segja menn af sér eftir að hafa skitið á sig eða að þeim er sagt upp. Það var skrýtið að kynnast því í byrjun en leiðin til að halda trausti er væntanlega fólgin í því að vera ekki að fást við það sem maður ekki er fær um.

Guðjón


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0