Einangra, einangra og einangra

Það er bara eitthvað farið að ske á Sólvöllum. Reyndar er alltaf eitthvað að ske þar en þetta markmið að fara að koma svefnherberginu í stand, markmiðið næst ekki nema að unnið sé við það. Það var í sumar sem þau Rósa og Pétur komu og þá var tekinn sprettur í herberginu. Þá var unnið við hluti sem var eiginlega ómögulegt að framkvæma nema að fá þessa aðstoð. Svo fór ég að vinna við allt aðra hluti, það er að segja geymslu upp í risi, sem tók yfir tvo mánuði að fullgera. En nú er vinnan við svefnherbergið í fullum gangi og frá því á föstudag tókst mér að koma fyrir milli sjö og átta sekkjum af einangrun.

Við ætlum að halda risinu inni, það er að segja að klæða alveg upp í mæni, og því einangra ég milli sperranna einnig alveg upp í mæni, 17 sm þykkt og svo koma að minnsta kosti 10 sm neðan á það. Þeir taka sig vel út þarna burðarviðirnir úr Sólvallaskóginum.

Á myndinni hér af norðurgaflinum vantar helminginn af einangruninni í sum bilin. Í veggjunum verður líka vandað til einangrunarinnar, 22 sm, sem koma skulu í veg fyrir gigtveiki og hrörnun. Mikið gott hús Sólvallahúsið. En nú er stopp í bili. Ég vinn tvö kvöld í þessari viku sem þýðir að ég vinn tvo daga frá hádegi og kem ekki heim fyrr en kl 10 til 11 daginn eftir. Þar með fáum við peninga fyrir meiri einangrun sem er að sjálfsögðu gott mál en það verður minni byggingarvinna.

Í gær var ég út í skógi að losa ösku frá kamínunni. Á leiðinni til baka hitti ég nágranna sem á alls ekki að vera á ferðinni á þessum árstíma. Það var broddgöltur, alveg gríðarlega stór. Broddi var laslegur og virtist skjögra og hafði eiginlega ekki kraft til að flýja. Stór var hann með afbrigðum og minnti mig á afar stóra broddgaltarmömmu sem var é ferðinni hjá okkur í sumar með einn af ungunum sínum. Ég fór heim og við Valdís tókum til mat handa brodda, eða broddu, og fórum svo út í skóg á ný með vatn og mat. Nú fékk brodda mat sinn á pappafati og vatn með. Við buðum upp á túnfisk. Ekki tók hún til matar síns enda við þarna að glápa á. Við fórum því heim en löngu eftir að dimmt var orðið fór ég með vasaljós en þá var enginn broddgöltur sjáanlegur. Nóg er af fylgsnum í greinahrúgum þarna, en slíkt meta broddgeltir vel til að liggja í dvala yfir vetrartímann. Vonandi sjáum við óvenju stóran broddgölt á rölti á vel hirtri grasflötinni hennar Valdísar næsta sumar.

Ég er á brókinni, nýkominn úr sturtu, búinn að bursta og pissa og blogga og nú er mál að leggja sig.

Góða nótt


Kommentarer
Rósa

það er naumast að hlutirnir ganga allt í einu hratt þegar þú ert búinn með geymsluna!



kveðja,



r

2008-11-04 @ 11:44:28
Guðjón

Ég er líka hissa en það er gott að stundum gengur á undan áætlun. Á sunnudag og mánudag var ég ótt og títt upp og niður stigann og var alveg hissa hvað ég hefði mikið úthald og finndi ekkert fyrir þessu. En viti menn í gær; ég var með ærlega strengi.



Kveðja,



Guðjón

2008-11-05 @ 12:12:52
URL: http://www.gudjon.blogg.net
Brynja

hahahhaa æi þú ert fyndinn á brókinni, annars er ég viss um að þið eigið eftir að eiga góðar kúristundir í þessu herbergi sem tekur á sig æ betri mynd

2008-11-06 @ 22:23:01
Guðjón

Já Brynja, ellilífeyrisþegi á brókinni að blogga. Geturðu hugsað þér stílinn? Það er nú mikið ef þið Valur eigið ekki eftir að sofa einhvetn tíma í þessun svefnherbergi.



Kveðja,



Guðjón

2008-11-07 @ 16:22:18
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0