Að blása hjá löggunni

Aldrei varð ég þess heiðurs aðnjótandi að blása hjá löggunni á Íslandi. Þegar ég var búinn að vera tvö ár í Svíþjóð og var byrjaður að vinna í Vornesi en átti ennþá heima í Falun, var ég á leið heim á föstudegi. Um það leyti höfðu lekið nokkur tonn af bensíni af bensínstöðvartanki í litlum bæ upp í dölum, bæ sem ég keyrði gegnum á leiðinni heim frá Vornesi. Hreinsunaraðgerðir stóðu yfir að mig minnir í vikur og á meðan á því stóð var vegurinn sem ég ók gegnum bæinn lokaður. Þennan ákveðna föstudag var ég á  mjóa skógarveginum, og viti menn; allt í einu stóðu nokkrir alvarlegir lögregluþjónar í vegkantinum, stoppuðu mig og með ábyrgum svip báðu þeir mig að blása. Svo tilkynntu þeir mér að ég væri edrú og mætti halda áfram. Ekki löngu seinna var lögreglan við veginn um það bil þrjá km frá Vornesi og þar fékk ég líka að blása en síðan mátti ég halda áfram áleiðs heim. Þar var ég látinn blása líklega þrisvar sinnum með ekki svo löngu millibili. Við þó nokkur önnur tilfelli hef ég fengið að blása

Í fyrradag þurfti ég til Örebrosótarans (þeir eru reyndar yfir 20 sótararnir þar) til að spyrja eftir ákvenum hlutum varðandi arininn á Sólvöllum. Ég var með allan hugann við þetta varðandi arininn og var á mjórri götu sem breikkaði snögglega í krappri beygju. Og viti menn; þar stóðu þrír lögreglumenn, tveir eldri menn og yngri kona. Konan benti mér að stoppa og kom með þessum formlega, alvarlega svip og sagðist vilja sjá ökuskýrteinið mitt. Hún horfði svolitla stund á það og fór svo til félaganna og í bakspeglinum sá ég að þau rýndu öll í skýrteinið mitt. Svo kom hún og spurði mig hvort ég væri íslendingur sem ég sagðist jú vera. Svo fékk ég gera þetta sem er svo gaman, að blása. Hún leit á mælinn og sýndi mér niðurstöðuna; edrú. Ég vissi það allan tímann sagðu ég. Þá sleppti hún formlegheitunum og spurði hversu lengi ég hefði verið í Örebro. Síðan 1997 og mér fyndist ég vera orðinn alvöru örebrúari. Það er nú ekki erfitt að gera talaði hún um. Svo spurði hún að hvaða leyti Ísland væri sérstakt. Eftir það töluðum við þó nokkra stund um Ísland og hún sagðist hafa áhuga á að ferðast þangað. Að svo búnu fékk ég halda áfram ferð minni til Örebrosótarans. Það er ennþá gaman að blása hjá löggunni.

Kveðja, Guðjón


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0