Í heimsókn hjá Hikmet

Undanfarið hafa safnast upp spurningar varðandi smíðavinnu mína á Sólvöllum og ég hef safnað þeim í bunka í huga mér og beðið eftir tækifæri til að fá svar við þessum þeim. Nú er ég að innrétta geymslu á hluta af loftinu á Sólvöllum og þá þarf ég að breyta sperrum innan frá. Þá var komið að burðaraflsfræði sem er fag verkfræðinga og því fór ég til höfuðstöðvanna í Lekebergshreppi og fékk fund með byggingarfulltrúanum þar, honum Hikmet (sagt eins og það er skrifað, alla vega hér í landi). Bar ég fram allar spurningar mínar úr gamla bunkanum og að endingu ræddum við sperrumálið. Báðir erum við innfluttir til Svíþjóðar, Hikmet frá gömlu Júgóslavíu það best ég veit og ég íslendingur. Báðir tölum við sænsku sem ber keim af okkar gamla móðurmáli, en við skildum hvor annan vel og hlógum að sömu hlutum. Þegar við byggðum við Sólvelli máttum við stækka húsið um 50 % af samanlagðri stærð þeirra bygginga sem þar voru þá, án byggingarleyfis og án þess að skila inn teikningum. Ég notaði því tækifærið og sýndi Hikmet mynd fyrir breytingu og mynd eftir breytingu og var það myndin sem er hér fyrir neðan.

Þetta er fínt, þetta er fínt, sagði hann hvað eftir annað. Það líkaði mér vel því að ég vildi gera góða samninga við hann. Niðurstaðan varð sú að við meigum byggja allt að tíu ferm verönd við húsið, byggja gestahús allt að 15 ferm og bílskúr allt að 40 ferm, allt án byggingasrleyfis og án þess að skila inn teikningum. Reyndar er þetta allt samkvæmt reglum sveitarfélagsins en við, eins og allir okkar grannarhafa líka gert, viljum heyra sagt af viðeigandi byggingarfulltrúa að þetta sé í lagi.

Sperrumálið leysti Hikmet á einfaldan hátt og strax eftir að ég kom heim setti ég í gang og er næstum því búinn að gera viðeigandi ráðstafanir. Ég hef einu sinni hitt þennan mann áður. Hann er þægilegur heim að sækja og hann kann sínar burðar- og reikniformúlur og er fljótur til. Hann er hjálplegur og sér ekki eftir sér að vera það. Eitt sinn í dag þegar hann leit á mig með bros á vör sá ég bak við andlit hans annað andit. Það var andlit yfirmanns á bensínstöð í Örebro þar sem ég þvoði í þvottastöð fyrsta bílinn okkar í Svíþjóð, hvítann Volvo 740, og það var fyrir ellefu árum. Eftir þvottinn skoðaði ég bílinn og fannst hann alls ekki hreinn. Ég fór því inn og talaði kurteislega um þetta við yfirmanninn. Hann kom út,  skoðaði bílinn og sagði svo að hér hefði ég þurft að byrja á að spreyja á bílinn hreinsiefni vegna þess að það væri svo mikið malbik á lakkinu. Síðan bað hann mig að færa bílinn að næstu innkeyrsludyrum. Þar fann hann mann sem vann við að þvo bíla sem fyrirtækið átti. Hann bað þennan mann að handþvo Voloinn og lét mig svo hafa nýtt þvottaspjald svo að ég gæti farið aftur í gegnum þvottastöðina eftir handþvottinn. Komdu svo og talaðu við mig á eftir sagði hann. Nú varð Volvoinn bara hvítari en nokkru sinni fyrr og ég fór afar þakklátur inn og sagði þessum afar vingjarnlega manni að bíllinn væri alveg tandurhreinn og skjannahvítur. Já, ég átti von á því, sagði hann, og sjáðu svo hérna. Kauptu svona hreinsiefni og spreyjaðu því öðru hvoru á bílinn áður en þú þværð hann. Þetta var nú meiri lipurðin og ég var alveg hissa. Þessi maður var líka júgóslavi.

Ef þig vantar að vita eitthvað fleira, sagði Hakmet, þá ertu velkominn. Þú getur líka hringt eða mailað. Ég er hér til að aðstoða þá sem eiga fasteignir í sveitarfélaginu, sagði þessi júgóslavi að lokum. Það er gott að hitta svona fólk. Þakka þér fyrir Hikmet.

Guðjón


Kommentarer
Rosa

Jahérnahér! Nóg er hægt að byggja.



Kveðja,



R

2008-09-11 @ 09:04:52
Guðjón

Já, og ég get orðið eldgamall byggingarmeistari ef ég ætla að byggja þetta allt.



Kveðja, Guðjón

2008-09-11 @ 09:41:32
URL: http://www.gudjon.blogg.net


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0