Það er fólk á Sólvöllum

Rósa og Pétur eru á Sólvöllum en við Valdís erum heima og ætlum að fara snemma að sofa til að safna kröftum fyrir morgundaginn. Á morgun á að skrúfa fast krossvið sem ég er fyrir löngu búinn að sníða og tilla lauslega upp á veggi. Svo á jafnhraðan sem búið er að skrúfa krossviðinn að sníða gipsonít plötur og tylla á sínn stað og svo má skrúfa þær líka. Rósa hefur nefnilega ákveðið að skrúfa allt hvað af tekur og þá verðum við Pétur að hafa okkur alla við til að hafa tilbúin verkefnin handa henni. Gipsónítið ætla ég að kaupa í fyrramálið og hver veit nema að það verði mikið af því komið á sinn stað annað kvöld. Mér býr í grun að Valdís muni setja pönnukökupönnuna á eldavélina og ekki verða afköstin verri ef það smýgur pönnukökulykt fyrir húshornin.

Við fórum öll á Sólvelli um fjögur leytið og svo fórum við Valdís heim um níu leytið. Þá var mikið af froskum á vegunum og það var í mörgum tilfellum erfitt að vita hvort þeir sluppu allir undan bílhjólunum. Ekki langar mig að kremja þá undir bílnum en það er sem sagt ekki auðvelt að forðast þá. Það er hætt við að leit margra þeirra að elskunni sinni endi með bílslysi. En að því ég best veit er þessi fjöldi á vegunum vegna þess að ástarlífið er þá í fullu fjöri.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0