Á Íslandi

Tunglið skartaði beint yfir Snæflellsjökli í gærkvöldi og bæði blöstu við af svölum hér í Garðabænum. Við giskuðum á að þau hefðu samband sín á milli í þessari stöðu, samband sem er mikilvægt fyrir land og þjóð, og svo lögðum við okkur og treystum á að allt færi fram í ró og spekt án þátttöku okkar meðan við dveldum í félagsskap Óla Lokbrár. Það best ég veit gekk það svo fyrir utan að manni nokkrum þóknaðist að skemma aldagamla kertastjaka og steinda glugga í Bessastaðakirkju. Trúlega best að ég fari með hann í ferðatösku þegar við förum heim og leggi hann inn á Vornes til endurhæfingar. Hann hlýtur að geta orðið nýtur maður í framtíðinni með þessaa lífsreynslu að baki.

Í kvöld höldum við til Eyja til að gista við rætur Eldfells. Hér í garðabænum skín sólin glatt og nú þegar ég lít yfir matborðið er morgunverðurinn þegar frammi. Það er greinilega eins og í gær, fimmstjörnu hótels morgunverður og af því verð ég fær í flestan sjó. Ekki slæmt þar sem ég ætla í Tryggingarstofnun á eftir til að athuga með íslenska ellilífeyrinn minn. Einhver bréfaviðskipti hafa verið væntanleg um umsókn mína en ekki orðið af. Nú má gera ráð fyrir að bréf um þetta hafi borist heim til mín í Örebro eftir að ég fór þaðan og því best að ég sýni mig í öllu mínu veldi í þessari virðulegu stofnun.

Nú er best að snúa sér að morgunverðinum. Ég er búinn að líta út um vesturgluggann til Bessastaða og sýnist að kirkjan standi í fullri reisn þrátt fyrir atburði næturinnar, enda í tryggri vörslu forsetahjóna.


Kommentarer
Anonym

Já, það er flott útsýnið frá Árný frænku og Gústa.



Kveðja,



R

2009-04-27 @ 15:14:18


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0