Ferðaundirbúningur

Það er glampandi sól, 11 stiga hiti og það er spáð 16 stiga hita í dag. Næstu dagana er spáð 17 til 21 stigs hita. Dagurinn í dag fer í að undirbúa Íslandsferð. Hérna vinstra megin við mig þar sem ég sit eru tvær ferðatöskur á rúmi. Það er ekki ég sem hef raðað niður í þessar töskur. Nei, það hefur Valdís annast. Gerði ég það mundi ég fleygja einhverju niður seinni partinn í dag og svo mundi mjög margt vanta. Það mundi ég svo byrja að uppgötva einhvers staðar yfir Atlnatshafinu.

Í dag verður til dæmis farið yfir bílinn hjá umboðinu og hann gerður klár fyrir næstu mánuðina. Meðan við verðum á Íslandi ætla Rósa og Pétur að geyma bílinn og nota hann til dæmis til að skreppa á Sólvelli. Þau ætla að líta þar eftir, vökva ef það verður mjög heitt og þurrt og svo ætla þau að mála á Sólvöllum. Við förum líka á Sólvelli í dag og ætlum að líta eftir, laga til, kíkja á þrútin brum og nýútsprungin laufblöð. Það væri gaman ef fyrstu beykiblöðin væru farin að kíkja út. Beykiblöð sem eru að líta dagsins ljós eru fallegustu laufblöð sem hægt er að hugsa sér. Ef svo er ætla ég að taka mynd af þeim og birta síðar í dag. Það er að fara í hönd ótrúlegur tími. Fyrstu vorin í Svíþjóð hugsaði ég sem svo að það ætti hver einasta manneskja í jarðríki að fá að uppliifa sænskt vor alla vega einu sinni á ævinni. Ég hélt svo að sænska vorið kæmist upp í vana en það hefur ekki skeð ennþá. Það er alltaf jafn mikið kraftaverk.

Myndin hér fyrir neðan er tekin mitt í vorverkunum í fyrra. Kannski var myndin frekar tekin snemmsumars. Ef ekki verður allt of gott vor náum við því að komast lítilsháttar í svona verk í byrjun júní eftir heimkomuna. Guðný systir ásamt manni og tveimur dætrum kemur í heimsókn í lok maí. Þau mega vænta afar fallegra daga í þessu landi. Tíminn sem þau völdu er nú sá besti.

Íslandsferðin já. Það verður mikið á dagskrá. Ferming í Vestmannaeyjum þann 2. maí. Fermingarbarnið Guðdísi sá ég í fyrsta skipti þegar hún var rúmlega árs gömul. Þá var hún komin heim til okkar í Falun ásamt mömmu sinni þegar ég kom heim frá Vornesi eftir vinnuviku þar. Leiðin heim til Falun frá Vornesi er 240 km og ég velti því mikið fyrir mér á þessari leið hvernig það yrði að hitta barnabarnið. Ég held að henni hafi fundist þessi kall óttalega skrýtinn.

Eftir Vestamnnaeyjar tekur við heil mikil dagskrá. Við þurfum að hitta marga í Reykjavík, ég skrepp austur á bernskustöðvarnar og við skreppum norður í Hrísey. Svo ætlum við skólasystkinin sem útskrifuðumst frá Skógum að hittast þar þann 9. maí. Sá hluti Íslandsferðarinnar verður nú áhrifaríkur. Við verðum öll vel meðvituð um að við hittumst þar vegna þess að það eru 50 ár liðin síðan við útskrifuðumst. Það er að segja; árin hafa liðið þrátt fyrir það að við höfum ekki orðið neitt eldri að ráði.

Nú tekur við annasamur dagur og bloggtíminn þennan morgun er liðinn.


Frá snemmsumarverkum í Sólvallaskóginum í fyrra. Nöktu stofnarnir í baksýn eru arfur af skógi sem ekki var grisjaður. Svo þegar við fórum að grisja komu þessir stofnar í sljós en hvert ár sem líður kemur nýr gróður sem brúar bilið upp að gömlu krónunum. Það er gaman að þessu.


Kommentarer
Auja

Hæ Gleðilegt sumar Guðjon og Valdís,ohh maður fær nú svona sumartilfinningu að lesa þetta , en hér er 3° hiti og kuldalegt í dag.

Við verðum á Suðurlandinu 1-3 maí, nánar tiltekið í fermingarveislu á Selfossi 3 maí. Verður nokkur tími til innlits á leiðinni út í Hrísey, ef ekki þá sjáumst við í sumar, dagana fyrir verslunarmannahelgi

bestu sumarkveðjur

Auja

2009-04-24 @ 11:16:15
Rósa

haha, flott mynd af þér!



kveðja,



r

2009-04-24 @ 11:32:45
Guðjón

Ég er að rembast við að láta tréð halda jafnvæginu með því að færa hjólbörurnar undir því eftir því hvert það hallar.



Kveðja,



Guðjón

2009-04-24 @ 19:00:40
URL: http://gudjon.blogg.se/
Guðjón

Auja, við verðum alls ekki á Norðurlandi kringum 1. til 3. maí, heldur seinna, svo að ferðin á Selfoss útilokar ekki að við getum hittst. Við sjáum svo hvað tíminn leifir.



Kveðja frá Valdísi og Guðjóni

2009-04-24 @ 20:46:33
URL: http://gudjon.blogg.se/
Auja

Nei Guðjón minn það er akkurat tíminn sem við erum á Suðurlandinu, heima eftir 4. maí

kv auja

2009-04-25 @ 02:57:14


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0