Hengiblóðbeyki

Dagurinn á Sólvöllum byrjaði með því að gróðursetja tré sem heitir því ágæta nafni hengiblóðbeyki. Rósa og Pétur sem hafa búið hafa Sólvöllum síðustu daga fóru heim seinni partinn í gær. Þau komu hingað nokkru fyrir hádegi á leið sinni heim og skálmuðu upp stigann með þetta tré og gáfu mér. Hvað ég varð klökkur. Svo var sem sagt þetta tré gróðursett með gætni og umhyggju í morgun og nú er bara að treysta því að því farnist vel. Ég nefnilega varð þess áskynja seinni partinn í dag að eplatré sem var gróðursett þegar ég varð 65 ára (og þar með sænskur ellilífeyrisþegi) gengur fljótlega á vit feðra sinna. Eitthvað dýr sem ég reikna með að hafi verið dádýr hefur étið af þessu eplatré börkinn á svo sem 60 sm kafla, étið af því börkinn allan hringinn. Það þýðir að tréð getur ekki lifað. Ég þarf að sýna einhverjum nágranna þetta og fá staðfestan grun minn um að þarna hafi verið dádýr á ferðinni. En hvað sem því líður eru dádýr afar falleg dýr og fallegir nágrannar.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0