Hundvarsla

Það rignir með köflum í Eyjum og stundum mígrignir. Við höldum okkur því mest innan dyra og með okkur er tíkin Salka. Salka er ung og lífleg og við áttum okkur ekki almennilega á því að ef það kemur smá gætt á dyrnar er Salka horfin þar út. Þetta er hún búin að leika tvisvar í dag og hlæjandi virðist hún trítla burt á vit nýrra ævintýra. Sem líkamlega áreynslu hef ég í fyrsta lagi stundað smíðar marga síðustu mánuðina. Nú er ég búinn að átta mig á því að það nægir mér ekki. Þegar ég hef drattast upp brekkuna hér framundan húsinu í dag í rigningarhraglanda með Sölku í taumi eftir að náðst hefur að véla hana aftur í manna hendur, þá hef ég blásið eins og hvalur. Það er af sem áður var þegar skaftfellingurinn fótfrái blés ekki úr nös við að skokka eftir fjallafé í Kálfafellsheiðinni fyrir 50 árum og þaðan af meira. Mér ber að taka stafina í hönd þegar ég kem heim úr þessu ferðalagi og byrja á ný gönguferðir í sænsku skógunum. En eitt er sannað; við Valdís erum hundlélegir hundahirðar.


Kommentarer
Rósa

Það er sko allt í lagi að verða móður. Það er verra ef að það tekur langan tíma að jafna sig eftirá. Þannig mælir maður þol, maður mælir það ekki á mæði á meðan æfingu stendur.



Kveðja,



R

2009-04-29 @ 20:13:19
Rósa

En þol mælist þó best á hvíldarpúlsinum.



Kveðja,



R

2009-04-29 @ 20:13:58
Guðjón

Ég get verið mjög ánægður með það hversu fljótur ég var að ná mér og akkúrat núna þar sem ég sit við tölvuna er púlsinn 56. Ég er nú þokkalega á mig kominn.



Kveðja,



GB

2009-04-29 @ 21:04:33
URL: http://gudjon.blogg.se/
Valgerður

Glottið á vörum Sölku er gríðarlegt en svona til að bæta fyrir þetta allt þá lagðist hún við fætur mömmu er við borðuðum kvöldmat og lá þar áfram eftir það og svaf. Líklega að bæta fyrir hrekkinn.

VG

2009-04-30 @ 10:34:02
Guðjón

Óneitanlega lítur hún hrekklaus út.

Kveðja, GB

2009-04-30 @ 10:39:00
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0