Stæðileg grenitré

Ég talaði um það í gær að í dag mundi ég taka mynd af beykilaufum ef þau væru farin að springa úr. Mér varð ekki að ósk minni enda varla von. En í stað þess tók ég mynd af grenitrjám sem við skildum eftir þegar við felldum skóg til að fá efnivið í viðbyggingarnar við bústaðinn. Þessi grenitré voru einhver þau stærstu í skóginum þá og nú hafa þau stækkað töluvert. Þau taka vel við sér þegar grisjað er og sólin nær að senda geisla sína alla leið niður á skógarbotninn. Það var aðeins vestan andvari og eftir trjánum að dæma blés aðeins meira þarna uppi þar sem þau svignuðu merkjanlega undan vindinum.

Það var gaman að taka einn hring í skóginum í dag og það verður gaman að taka þar einn hring þegar við komum til baka eftir fjórar vikur. Staðurinn er kvaddur að sinni og allt á að vera klárt fyrir fjarveru okkar. Svo koma Rósa og Pétur um miðjan maí og lífga við á Sólvöllum með nærveru sinni. Næst þegar ég blogga verður það af íslenskri grund.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0