Hríseyingar í Örebro 2

Hér verður að birta smá skýrslu um heimsókn hríseyinga til Örebro og Sólvalla. Fyrst veðurskýrsla. Logn, þurrt, sólarlítið og hiti á bilinu 20 til 25 stig. Í dag, þriðjudag var,var mest dvalist í miðbæ Örebro en þaðan hef ég engar myndir svo skrítið sem það er. Hins vegar eru til myndir frá gærdeginum hér á Sólvöllum og því vel ég að gefa skýrslu um gærdaginn. Fyrst má geta þess að Valdís kokkaði í okkur öll og bakaði pönnukökur eins og hennar er von og vísa við mikilvæg tilfelli. Það var farið í skógarferð og kíkt á mauraþúfu sem bara verður stærri og stærri og það var kíkt á tré sem nýtast til ólíkra hluta. Ekki var heldur verra að það voru ber út um allt sem freistuðu og snotrir grenikönglar freistuðu líka.


Á þessari mynd má sjá Friðbjörn sem gaf hraustlega í en Anna björg sá berjaþúfu og gaf sig ekki, þessi ber skyldi hún tína og bíðiði bara þangað til ég er tilbúin tilkynnti hún. Þá gaf Friðbjörn í aftur svo að ekki náðust frekari myndir af honum í þesari skógarferð.


Valdís, Lóa, Friðbjörn, Anna Björg, Magnús og Björgvin. Þarna var Valdís búin að bjóða upp á pönnukökurnar svo ekki var um annað að ræða en fara í aðra könnunarferð um um önnur órannsökuð svæði. En viti menn. Á meðan á þessari gönguferð stóð hafði fleira fólk komið á Sólvelli. Þar var á ferðinni kunnugt fólk sem sá að bíll var heima við og húsið var opið. Því hlytum við að vera nærri sem raun varð á.


Þarna til hægri á myndinni, hægra megin við Valdísi, má sjá Þóri fyrrverandi héraðslækni okkar meðan við bjuggum í Hrísey og hana Auði hans. Þau eru nú í sinni árlegu heimsókn til Örebro og eru þarna með gestum sem dvelja hjá þeim í Örebro. Þar með var þetta orðið sannkallað íslendingamót á Sólvöllum, alls tólf manns. Svona er fínt að hafa þetta öðru hvoru.


Kommentarer
Rósa

Það er naumast að það er gestagangur!



Kveðja,



R

2009-08-05 @ 12:07:10
Guðjón

Já, eða hvað? stórfínt.

2009-08-05 @ 23:37:20
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0