Hríseyingar í Örebro 3

Dagurinn í dag er sá heitasti síðan hríseyingarnir mættu hér í Örebro, yfir 30 stig núna síðdegis. En fyrst til gærdagsins. Þá fórum við til bæjar 70 km norðvestan við Örebro sem heitir Grythyttan. Þar er skóli sem heitir Måltidens hus (Hús máltíðarinnar). Þar hafa margir af færustu matreiðslumönnum og konum landsins lært sitt fag og því töldum við að við gætum fengið þar eitthvað við okkar hæfi. Ef miðað er við verð má segja að það hafi gengið eftir.


Hér á myndinni má sjá tvo smiði sem eru mættir til hádegisverðar í Húsi máltíðarinnar. Valdís var á lofti með myndavélina og staðfesti þessa stund í sögu staðarins.


Hér má hins vegar sjá Magnús, Sigurhönnu, Valdísi, Friðbjörn, Björgvin og Önnu Björgu en Guðjón fyrrum smiður í Hrísey stóð bakvið myndavélina. Mums á diskunum og fólkið í ferðaskapi.


Hér var stillt upp til myndatöku við vatnið að baki skólanum. Síðan röltum við um og skoðuðum útihús og ytri aðstöðu skólans og yfirgáfum svæðið mett og ánægð.


Við gátum ekki yfirgefið Grythyttan án þess að skoða til dæmis kirkjuna. Hún er klædd tréflísum sem svíarnir kalla spón. Kirkjan er samkvæmt heimildum byggð árið 1632 og segja má við fyrstu sýn að þessar flísar séu óteljandi. Það er margt í þessari kirkju sem ber handbragði síns tíma gott vitni. Á myndinni má sjá björgvin íhuga flísaklæðninguna og Guðjón og Magnús fylgjast með.



Í dag, fimmtudag, var ferðinni heitið til Södermanland. Eins og alltaf þegar íslendingar eru á ferðinni var borðaður hádegismatur á Hjälmargården í þorpinu Läppe. Þar er enginn matreiðsluskóli en þar var maturinn mjög góður samt og starfsfólk, húsnæði og umhverfi, allt hjálpast að til að gera máltíð á Hjälmaregården góða og notalega.


Eftir matinn stilltum við okkur upp og vinaleg og hjálpleg matreiðslukona á staðnum var nú aldeilis tilbúin að taka mynd af okkur. Bakvið okkur má sjá vatnið Hjälmaren. Hjälmaren er Svíþjóðar fjórða stærsta vatn, 63 km langur og um 20 km breiður, 485 ferkm. Mesta dýpi er 22 m en meðaldýpi 6,05 m. Læt ég hér með nægja umfjöllun um Hjälmaren.


Umhverfis Hjälmargården eru all nokkrar byggingar. Til dæmis þetta gamla stokkhús. Hér sjáum við Björgvin huga að hvernig mönnum hafi tekist upp fyrir hugsanlega 200 árum við að taka þykkt á þessi miklu tré sem húsið er byggt úr. Nákvæmt sgði Björgvin.


Það má segja að þetta hafi verið lokaatriði þarna við Hjälmaren að horfa norðaustur yfir vatnið, frá skógi vöxnum suðurbakkanum nokkru austan við Hjälmargården móti skógi vöxnum eyjum og nesjum sem prýða þetta svæði.


Kommentarer
Rósa

Voðalega hafið þið verið dugleg. Farið mikið um og borðað á mörgum stöðum.



Kveðja,



R

2009-08-07 @ 15:03:33


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0