Saltfiskur

Kvöldmaturinn á Sólvöllum þetta föstudagskvöld var saltfiskur. Ekki er það neitt sem fæst í fiskiborðum verslana í Svíþjóð. Það verður að komast yfir svona gæðamat á annan hátt. Eins og getið var á bloggi mínu fyrir skömmu voru hríseyingar í heimsókn hjá okkur. Ekki verður því neitað að það kom eitt og annað upp úr ferðatöskum þessa fólks við komuna til okkar sem tilheyrir því besta sem finnst í matvælaframleiðslu Íslandi.


Upp úr einni töskunni kom væn pakning af saltfiski. Valdís tók af þessari pakningu í fyrradag og lagði í bleyti og í kvöld var saltfiskurinn tilbúinn til suðu. Með kartöflum og rófum og tilheyrandi var þessi saltfiskur sannur veislumatur. Saltfiskur framleiddur á Hauganesi, fluttur út til Svíþjóðar í ferðatösku Björgvins Pálssonar í Hrísey ásamt nákvæmri afafvötnunaruppskrift. Alveg fullkomið. Ef einhver í nágrenni við Björgvin les þetta, endilega skila þá þakklæti fyrir matinn til hans og kveðju til hans og Önnu. Á myndinni fyrir ofan má sjá Björgvin ásamt mér og Magnúsi Magnússysi á leið í skógarathugunarferð í Sólvallaskóginum.


Kommentarer
Þóra H Björgvinsdóttir

Sæll Guðjón það er mjög gaman að lesa bloggið þitt og skoða myndirnar ég skal skila kveðju til Pabba og önnu frá þér og tjá þeim að ykkur líkaði saltfiskurinn vel .



kær kveðja Þóra H B

2009-08-22 @ 02:33:11
Guðjón Björnsson

Komdu sæl Þóra.

Þarna ertu þá allt í einu komin ljóslifandi. Já það er eitt og annað ár siðan við höfum spjallað saman. Gaman að heyra frá þér, þakka þér fyrir athugasemdina og gangi þér allt í haginn.



Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni

2009-08-22 @ 11:00:24
URL: http://gudjon.blogg.se/
Þóra H Björgvinsdóttir

Sæll Guðjón ég er búin að skila kveðju til pabba og Önnu og þau báðu að heilsa ykkur ,

kveðja Þóra

2009-09-07 @ 22:31:02
Anonym

Sæll Guðjón ég er búin að skila kveðju til pabba og Önnu og þau báðu að heilsa ykkur ,

kveðja Þóra

2009-09-07 @ 22:35:23
Gudjon

Gaman að þessun þóra. Vona að hann sé vel ánægður með ferðina.



Með bestu ikveðju frá Valdísi og Guðjóni

2009-09-07 @ 22:40:50
URL: http://gudjon.blogg.se/
Þóra H Björgvinsdóttir

Sæll Guðjón já Pabbi var mjög ánægður með ferðina til ykkar og er búin að segja okkur mikið frá ferðinni þegar við vorum í Hrísey

kv Þóra

2009-09-25 @ 16:41:49


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0