Síðsumarannir

Sólvallaveru er lokið í bili. Á morgun fer ég í vinnu að vinna fyrir fjárfestingunum og næsta vinna verður grjóthörð vinnuvika. Því reyndi ég, og vissulega við bæði, að hafa helgina á Sólvöllum sannkallaða hvíldarhelgi. En hvíldarhelgi er ekki bara að liggja í leti. Það er nú best að hafa sitt lítið af hverju fyrir stafni og það gerðum við.

Fyrir mig er haustið tregatímabil en samt ekki óþægilegt. Það verður nokkurs konar uppgjör við sjálfan mig, hvernig mér hafi tekist að nýta mér sumarið. Þegar ég lít til baka þá byrjaði sumarið ekki síðar en um miðjan maí og gróðurinn og laufverkið hefur verið í fullum skrúða síðan. Ég ætla alls ekki að byrja á þessu uppgjöri núna en það sem hefurn átt sér stað er að það blés nokkuð einn dag. Þann dag blésu niður þó nokkrar greinar, þá aðallega af stóru Sólvallaeikinni. Þetta er þörf hreinsun en minnir líka á að það er síðsumar og eftir síðsumar kemur haust. Svo vil ég bara geta þess að þegar vetur kemur, kemur mikil fegurð sem er af allt öðrum toga, en það er bara þegar þar að kemur.



Eftir langan og rólegan morgunverð og meira að segja sjónvarpsmessu fórum við af stað og Valdís tíndi saman nokkrar hjólbörur af greinum sem féllu niður í fyrsta síðsumarvindinum. Þar með var hún búin að gera fínt, allt í röð og reglu.



Hestkastanían þarna á myndinni sker sig svo sem ekki vel úr. Stofninn var orðinn mjög greinóttur, var loðinn eins og fótur á rjúpu. Ég sé á myndinni að ég hef farið full hátt en það jafnar sig næsta vor þegar krónan hækkar um sína 70 sentimetra. Það er síðsumarverk að laga svona lagað, það er að segja á flestum trjám sem við höfum. Eikurnar á ekki að meðhöndla svona fyrr en skömmu fyrir vorkomuna. Síðan gekk ég um skóginn til að virða fyrir mér það sem ég hafði grisjað. Litlu klippurnar voru með í för og nú, í staðinn fyrir að grisja eins og ég vann við í gær, snyrti ég margar bjarkir og hlyni. Það er líka þeirra tími fyrir lagfæringu nú á síðsumri.



Svona líta blöð hestkastaníunnar út, engin smásmíði.



Þegar Valdís tíndi upp dauðu greinarnar undir eikinni varfð hún vör við kantarellur. Þær er búið að tína að minnsta kosti tvisvar áður en þetta var uppskeran í dag. Kantarellurnar eru afskaplega góðar í sósu þegar þær hafa verið steiktar.


Nú þegar ég lít yfir þetta og geri þessa litlu samantekt ásamt því að lesa það sem ég bloggaði um í gær, þá komst heil mikið skemmtilegt í verk þó að við tækjum því rólega um helgina. Ég smíðaði líka smávegis en það er aukaatriði. Fyrir mig er bloggið að stórum hluta dagbók og ef einhver vill lesa þessa dagbók er það bara velkomið. Ég er reiðubúinn fyrir stífa vinnuviku, reyndar tvær samhangandi stífar vinnuvikur.


Kommentarer
Rósa

Mér sýnist að það hafi bara farið vel um ykkur í bústaðinum. Það er gott að vera ekki með nein stórverkefni, bara að dunda við svona smáverkefni. Ekki satt?



Kveðja,



R

2009-08-24 @ 11:58:47
Gudjon

Já Rósa, thad segirdu satt, thad fór vel um okkur. Og thad voru engin stórverkefni en eitt og annad komst í verk samt sem ádur.



Kvedja,



pabbi

2009-08-24 @ 12:09:04
URL: http://gudjon.blogg.se/
Valgerður

Ummmmmm hvað kantarellurnar eru girnilegar. Nammi hvað ég man hvað sósan hennar Ushu var góð í fyrra með elgsteikinni.

VG

2009-08-28 @ 13:16:57
Gudjon

Ég hélt einu sinni að þetta væri bara della með kantarellur en það er sko engin della, þær eru meiri háttar í sósu.

2009-08-30 @ 16:36:57
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0