Vermland

Í gær ætlaði ég að birta myndir af tveimur konum, fiskimmannsdætrunum frá Hrísey sem ég kallað þær. En nú var það bara svo að ég gat ekki birt þessar myndir vegna þess að mig vantaði ákveðna snúru. Nú er ég heima í Örebro og er búinn að hlaða inn myndum og kominn í gang á blogginu. Ég er hérna með fimm myndir sem ég ætla að bjóða upp á. Tvær þær fyrstu eru frá í gær en svo koma þrjár myndir frá smáferðalagi sem við fórum upp í Vermland í dag. Við fórum að heimsækja vinnufélaga minn sem býr skammt frá Kristinehamn. Eftir að hafa borðað á því heimili alveg gríðar vel útilátnar brauðsneiðar og spjallað um stund fórum við inn til Kristinehamn og skoðuðum þar mjög fallegan bæ. Kristinehamn er við Vänern norðaustanverðan og úr hluta af bænum er útsýni yfir vatnið. En fyrst myndirnar frá í gær.


Rósa og Pétur keyptu í garðyrkjuverslun bláberjarunna sem nú er að ná sér á strik í Sólvallaskóginum. Ekki man ég hvað þessi runni heitir en hann á þegar fram líða stundir að geta skilað góðri upp skeru. Hér eru þær að tína af þessum runna og gæta þess að ekki eitt einasta ber fari til spillis.


Svona lítur runninn út. Sum berin eru vel þroskuð og önnur verða nú ekki tilbúin fyrr en um mánaðamót ef að líkum lætur. En þau ber sem runninn skilaði ásamt venjulegum bláberjum úr nágrenninu notuðum við í morgun til að bragðbæta morgunkornið.




Hér koma myndir frá Kristinehamn


Hér eru fiskimannsdæturnar Valdís og Binna komnar að vatninu Vänern og hlusta þar hugfangnar á öldugjálfur. Þær telja sig nátengdar hafinu þar sem þær eru fæddar og uppaldar á eyju en í þessu tilfelli láta þær stöðuvatn nægja.


Þar sem útsýnið í Krisinehamn opnast út á Vänern er þetta Picasso listaverk staðsett, kallað Picassoskulpturen. Eftir krókaleiðum komust þær systur upp að þessari stæðilegu súlu. Ég vildi ekki fara frá Kristinehamn fyrr en ég væri búinn að taka mynd af þeim þarna.Næsta umhverfi við listaverkið er mest klappir en þar þrífast þó all stórrt furur. Það er mikið af þráðbeinum og stæðilegum furum í Kristinehamn.


Vänern sem er 5650 ferkm að stærð er stærsta stöðuvatnið í Svíþjóð og þriðja stærsta í Evrópu Hér eru nokkrar fleiri staðreyndir um þetta stóra vatn. Mesta dýpi er 106 metrar og meðaldýpi 27 m. Vatnsmagnið er um 153 rúmkm. Í vatninu eru 22 000 eyjar, hólmar og sker. 800 af þessum eyjum eru meira en einn hektari að stærð. Í vatninu munu leynast um 10 000 skipsflök sem draga að sér kafara. Látum þennan fróðleik um Vänern nægja, sænska stöðuvatnið sem var í dag var heiðrað af nærveru tveggja af þremur fiskimannsdætranna frá Hrísey. Sú þriðja verður vonandi með næst.


Kommentarer
Anonym

Þau virðast vera lengi að þroskast þessi bláber. Bað ég að heilsa Kristinehamnsbúunum?



Kveðja,



R

2009-08-17 @ 15:59:41
Gudjon

Já, þú gerðir það.



Kvedja,



pabbi

2009-08-18 @ 12:24:26
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0