Íslendingar í Örebro

Eftir að ég var búinn að þenja mig út af íslenskum stjórnmálum í síðasta bloggi fórum við Valdís á jólaborð hjá Norræna félaginu í Örebro. Það var afar notaleg samkoma og má segja að einn maður hafi sérstaklega gefið henni svip. Það var maður að nafni Kristinn Jóhannesson ættaður úr Svarvaðardal og er hann íslenskukennari við háskólann í Gautaborg. Kristinn sagði frá íslenskum jólum og gerði hann það bæði fróðlega og skemmtilega. Ég get líka fullyrt að það voru ekki bara íslendingarnir sem þarna voru saman komnir sem hrifust af frásögn hans. Fólk almennt hreifst og var mjög ánægt.

Þegar Kristinn hafði lokið þessari frásögn sinni dreifði hann fjölrituðum blöðum meðal jólaborðsgestanna. Á þessum blöðum voru nokkrir textar með bæði hátíðalögum og öðrum jólalögum. Taka verður fram að Kristinn er ekki bara íslenskukennari, heldur er hann líka söngkennari. Nú nýtti hann þá kunnáttu sína. Með sínum fallega tenór söng hann fyrst einn við undirleik sinnar finnsku konu, hvern texta fyrir sig, og að því loknu fékk hann alla til að syngja með sér. Ég virti fólk fyrir mér og margir norðmenn, finnar og svíar tóku vel undir. Þeir studdust við íslenska textann á blöðunum en hvernig framburðurinn var fékkst enginn um. Þessi söngur styrktist líka vel af þeim sex íslendingum sem þarna voru. Þetta tókst allt afar vel hjá Kristni og við Valdís vorum stolt af landa okkar og það sögðum við honum. Valdís fékk hann svo að lokum til að syngja með sér Bráðum koma blessuð jólin.

Svo er annað skemmtilegt sem ég vil nefna. Rósa var á fertugasta aldursári þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Þá var hún líka að skrifa doktorsritgerð. Á samkomunni þarna var íslenskur háskólakennari hér í Örebro sem heitir Anna Jónsdóttir og er á aldur við okkur Valdísi. Hún sat við sama borð og við. Með henni var dóttirin Siv og maður hennar. Siv er á fertugasta aldursári, er ófrísk og er að skrifa doktorsritgerð.


Kommentarer
Per Ekström

Alltid intressant att läsa dina bloggartiklar. Jag kan känna igen stämningen. Kristbjörg och jag har någon gång farit på tillställningar hos Norræna félagið här i Reykjavik, bl.a. en Ålandskväll för några år sedan. Stämningen var som du beskriver i kväll på er sammankomst i Örebro.

2009-12-05 @ 00:09:01
URL: http://www.per.is
Rósa

Nú hwa! Þetta smitar bara! :-)



Kveðja,



R

2009-12-05 @ 17:42:25
Guðjón

Ja Per, där enkelheten råder blir det ofta så fint. Det träffades runt 60 personer där i går och så var det mat och så var det Kristinn. Det var allt och det var så fint.



Og Rósa, ég reikna med að það sé óléttan sem þú meinar að sé smitandi. Já, báðar íslenskar og báðar óléttar við þessar aðstæður og á þessum aldri, bara nokkuð sniðugt.

2009-12-05 @ 18:31:23
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0