Jólasnjór

Það er líklega átta stiga frost hér í Uppsala núna og það er spáð 15 stiga frosti í dag. Það snjóar næstum samfleytt en oftast nær mjög lítið, svo lítið að ég held að snjórinn sé ekki meira en 20 sentimetrar eftir einhverra daga snjókomu. Ísþynnurnar byrjuðu aftur að fljóta niður Fyrisána í gær og á þeim sér maður að vatnið rennur með drjúgum hraða niður að Íslandsfossi. Eftir iðuna sem fossinn myndar er áin ísi lögð niður eftir til suðurs svo langt sem sést og bátar eru frosnir inni við bryggjurnar báðu megin árinnar. Það er greinilega eitthvað sem sem menn eru vanir við því að það er ekkert vafstur út af þessum bátum.

Það fer varla hjá því að það verður jólasnjór hér. Spáin er í þá veruna og það er nögjanlega staðviðrasamt hér til að það verða engar afgerandi sveiflur í veðrinu fyrir jól. Það er óneitanlega bjartara meðan snjórinn liggur á en ég aftur á móti mundi gjarnan vilja hafa greitt göngufæri með hækjurnar. Fari ég í ærlega gönguferð nota ég hækjurnar ennþá. Ég er ekki farinn að heimsækja dómkirkjuna sem er þó í sjónmáli héðan að heiman

Um hádegisbil förum við öll til Stokkhólms. Rósa og Pétur ætla að fara síðustu höndum um íbúðina áður en nýir eigendur taka við henni og við Valdís ætlum að vera þeim innan handar eftir bestu getu. Það er ósköp lítið sem þarf að gera en það þarf að gera það samt.



Við erum komin heim út Stokkhólmsferðinni.

Miðdepillinn í hópnum var auðvitað sá yngsti, hann Hannes Guðjón nafni minn. Ég get ekki látið vera að koma þessu nafni að við öllmöguleg tækifæri. Það er ekki nóg með að hann heiti Hannes Guðjón, hann er líka nafni minn. Hann var alveg ótrúlega duglegur í þessari ferð og tók því mesta með jafnaðargeði. Hér situr hann í lestinni ásamt stoltum foreldrum.


En það eru ekki bara foreldrarnir sem eru stoltir. Afinn og amman eru montin. En hvað um það, það er gaman að fylgjast með daglegum framförum.


Ég ætlaði bara að hafa tvær myndir með essu bloggi. Svo skoðaði ég fleiri myndir og hver getur hreinlegsa staðist þetta.


Og hér sjáum við hana Ullu flugfreyju fyrrverandi nágranna og Rósu og fjölskyldu og bæði fyrrverandi og núverandi vin. Ulla bauð okkur upp á afar góðan kvöldmat þar sem við fengum að smakka bæði hreyndýra- og elgskjöt. Það var mikið góður matur. Hannes Guðjón er vel kunnugur Ullu og hún hefur voða fínt lag á að fá hann til að hjala og hlæja.


Kommentarer
Valgerður

Flottar myndir en rosalega er kalt hjá ykkur. Hér er -3°C en sannarlega er kaldara því það hefur verið hvasst. Mitt EKKI uppáhaldsveður hefur verið í dag, við fáum suðurlandir hingað og bryðjum það milli tannanna í formi sands OJ BARA.

Kveðja

VG

2009-12-21 @ 23:08:25
Guðjón Björnsson

Þá er nú betra að hafa Suðurlandið í landi en að fá það milli tannanna út í Eyjum. Það var óttalega kalt í dag, spurning hvort rakastigið í loftinu hafi eitthvað með það að gera. Margar ágiskanir eru til um það. En það á að hlýna þó að það verði kannski ekki frostlaust.



Kveðja,



pabbi

2009-12-22 @ 00:52:47
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0