Maður verður svo glaður líka

Hvernig geta afi og amma annað en orðið glöð þegar barnabarnið sýnir svona mikla gleði. Það styttist óðum í Uppsalaheimsókn, enda eins gott því að þolinmæðin getur þrotið. Það verður gaman að sjá viðbrögð hans nafna míns þegar okkur, ókunnugt fólkið, ber að garði. Í gær eða fyrradag hringdi ég þangað og talaði við Rósu og á meðan heyrði ég feðga tala saman. Það var ekki leiðinlegt.

Hvað segja amma og afi þegar þau horfa á svona mynd? Það verður hver á giska á fyrir sig. Og hvernig ætli mömmu og pabba líði þegar þau fá svona innilegt viðmót þriggja mánaða drengsins síns?


Í gær bað ég um upplýsingar frá Stapa lífeyrissjóði. Örstuttu síðar fékk ég greinargott og vinalegt svar frá sjóðnum undirritað af Maríu Björk Guðmundsdóttur. Ég nefni nafnið þar sem ég virti svo andann í svarinu. Þegar ég var búinn að lesa innihaldið ætlaði ég umsvifalaust að prenta mailið út. En áður en ég kom því í verk sá ég græna línu neðst á skjánum og þar stóð: "Leiddu hugann að umhverfinu áður en þú prentar út þennan tölvupóst". Ég prentaði ekki út tölvupóstinn enda algerlega óþarft þar sem ég einfaldlega geymi hann. Þarna sparaði ég eina síðu af teiknipappír handa barnabörnunum mínum. Stuttun síðar fékk ég líka svar frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Ég prentaði ekki út svarið og þá sparaði ég annað blað handa barnabarni að teikna á. Ég er svolítið sneyptur yfir því að ég þurfti ábendingu frá Stapa til að skilja svona einfaldan hlut.


Kommentarer
Rósa

Þessi mynd var tekin af því tilefni að hann Hannes var í samfellu sem Valdís amma hafði keypt handa honum. Okkur fannst hann einstaklega fallegur í honum og töluðum um að fjólublái liturinn færi honum vel. Hann varð bara glaður yfir því.



Kveðja,



R

2009-12-11 @ 18:57:28
Guðjón

Já, hún talaði um það hún amma að hún þekkti eitthvað til þessa fatnaðar.



Kveðja,



pabbi

2009-12-11 @ 19:15:05
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0