Sunnudagsmorgun í Uppsala

Það snjóar aðeins og er trúlega búið að snjóa ögn í alla nótt. Það er afar kyrrlátt fyrir utan að snjómoksturstæki hafa verið á ferðinni. Vatnið streymir án afláts suður Fyrisána, all hratt en án allra boðafalla, og í dag eru engar ísþynnur á ferðalagi með vatninu. Ung kona hljóp áðan niður með ánni á vesturbakkanum. Hún ætlar kannski að sjá til þess að aukakílóin safnist ekki fyrir nú um jólaleytið.

Við Pétur fórum í gær að sækja íslenskar vörur eins og ég hef sagt frá. Þá snjóaði mun meira en núna og húfurnar okkar urðu fljótt hlaðnar snjó. Það var kannski tíu til tólf manna biðröð við Íslandsvörubílinn og þar var töluð íslenska. Aftast í röðinni um tíma var málvísindamaðurinn Pétur Helgason og fremstur í röðinni var málvísindamaðurinn Heimir Pálsson. Ég vissi að Heimir átti að leggjast inn á sjúkrahús fyrir tveimur vikum og fá nýjan mjaðmalið en þarna stóð hann með venjulegan göngustaf og virtist hafa misst af aðgerðinni. Ég ákvað að sleppa honum ekki. Þegar hann var laus úr biðröðinni réðist ég að honum, heilsaði og spurði hann eftir aðgerðinni. Þá hafði ekki orðið af henni á tilsettum tíma af ástæðum sem ég heyrði ekki almennilega. Pétur var enn aftastur í biðröðinni og ég benti Heimi á hann og sagði honum að þar væri tengdasonur minn. Þeir hafa hittst nokkrum sinnum áður þar sem báðir hafa unnið við Uppsalaháskóla.

Pétur, Rósa og Hannes búa á Östra Ågatan 57 en Heimir upplýsti að bann byggi á Östra Ågatan 73 eða svo. Pétur, Rósa og Hannes búa við íslandsbrúna og Íslandsfossinn en Heimir býr við Íslandsgötuna sem liggur þvert á Östra Ågatan aåeins häerna sunnar. Östra Ågatan, sem þýðir jú einfaldlega Eystri Árgatan, er á Eystri bakka Fyrisárinnar. Getur nokkur stungið upp á hvað gatan á vesturbakkanum heitir?


Hér sjáum við til norðurs til Uppsaladómkirkju ut um stofugluggann. Við Valdís skoðuðum þessa kirkju ótrúlega snemma á árdögum okkar í Svíþjóð og hrifumst mjög af henni. Síðar komim við þangað með Guðrúnu mágkonu minni og Páli bróður sumarið 1996. Vegalengdin héðan að kirkjunni er bara smá gönguferð. Hana skal ég leggja að baki, vonandi oftar en einu sinni, áður en við förum heim á ný. Það er mjög gott að sitja í kirrlátri kirkju, hvíla hugann og nálgast sjálfan sig. Ég hef gert mikið af því í Svíþjóð en verið lélegur við það síðustu árin. Það er kominn tími til að auðga andann á ný á þennan einfalda hátt.


Hér sjáum við suður og niður eftir Fyresánni. Bátarnir eru nú frosnir inni en Íslandsfossinn heldur oppnu neðan við brúna. Þessi mynd er líka tekin út um stofugluggann.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0