Hvað tíminn líður hratt

Þegar við Valdís vorum á leið til Uppsala þann 18. desember fannst okkur, alla vega mér, að þetta yrði langur og góður tími hér. Ég ætlaði ekki til baka fyrr en þann 29. desember og Valdís nokkuð seinna. Einhvers staðar undir niðri fannst þó sterkur grunur um að tíminn mundi líða fljótt, en máttur afneitunarinnar er sterkur og getur riðlað raunveruleikanum. Nú er það svo að tíminn hefur verið afar góður en hann er líka liðinn og leið allt of fljótt. Ég fer heim á morgun um hádegisbil eða svo og nú er komið fram yfir miðnætti. Ég mun sakna þeirra allra þriggja en ég vona að Rósa og Pétur fyrirgefi mér -ég mun líklega sakna Hannesar Guðjóns mest.

Síðast héldum við jól þar sem barn var i heimili í Vestmannaeyjum 1993 hjá Valgerði og Jónatan en þá var Kristinn þeirra tíu ára. Ég man vel þegar við undirbjuggum jól meðan börnin okkar voru lítil að það var afar gaman að fylgjast með eftirvæntingu þeirra og þá var líka undirbúningurinn skemmtilegur. Þegar við Valdís vorum orðin ein fannst mér undirbúningurinn meira tilgangslaus og ýmislegt við hann varð hálf leiðinlegt, sérstaklega að gera við bilaðar ljósaseríur. Valdísi fannst hann alltaf jafn skemmtilegur og líka eftir að við fluttum til Svíþjóðar. Allt í einu höldum við svo jól þar sem er smábarn og ég varð svo var við  gömlu skemmtilegu tilfinninguna, jafnvel þó að hann nafni minn sé enn of ungur til að finna fyrir eftirvæntingu. Ég þakka ykkur svo mikið fyrir þessi jól Rósa, Pétur og Hannes Guðjón. Nú ætla ég að hampa nokkrum barnamyndum.


Ég er búinn að nota þessa mynd áður en ég ætla að nota hana aftur. Í traustum höndum ömmu er maður öruggur og þá er gaman að horfa á lífið úti. Frábær mynd af barni sem finnur sig öruggt.


Frábært uppeldi eða hvað? Pabbi leikur á hljóðfæri og syngur fyrir barnið sitt. Hvað verður langt þangað til sá litli fer að syngja með.


Heyrðu, er hann ekki að dansa þarna?


Það er létt að hrífast af þessum augum. Þessa mynd tók amma þegar þrjár kynslóðir, amma, mamma og litli drengurinn voru að spássera í Stokkhólmi fyrir jólin og kíkja aðeins í búðarglugga.


Kominn í jólasparifötin og öryggið hjá mömmu sinni.
Jólatré í stofu stendur/ stjörnur glampar á. En hann vildi heldur horfa á mömmu en jólatréð og segja henni eitthvað skemmtilegt sem hún mátti ekki missa af.


Svo endum við hér nafnarnir. Okkur hefur oft komið vel saman þennan tíma þó að það sé stærðarmunur á höndunum. Það verður söknuður að fara heim til Örebro á morgun til að vinna svo næstu þrjá daga þar á eftir. En við hittumst aftur strax eftir áramótin þegar afi kemur að sækja ömmu en þá verður það líka ný kveðjustund. Lífið er svona.

Ég sagði að ég ætlaði að hampa nokkrum barnamyndum. En nú er það svo að það er aðeins eitt barn á þessum myndum en fjórir fullorðnir. En við þessi fullorðnu höfum oft orðið að börnum þessa daga.


Kommentarer
Valgerður

nú ef þig vantar fleiri barnamyndir þá er þær að finna á fésinu.

VG

2009-12-29 @ 13:22:37
Gudjon

Veit um þær. Ég sendi þér mail áðan til að spyrja eftir ákveðinni mynd.



Kveðja,



pabbi

2009-12-29 @ 20:56:00
URL: http://gudjon.blogg.se/
þóra H Björgvinsdóttir

flottar myndir og þið nafnarnir eruð bara flottir saman mér sýnist þú bara ekkert eldast ert bara eins og þegar ég sá þig síðast,sennileg bara þegar þú varst í Hrísey og það eru ansi mörg ár síðan .kveðja

2009-12-30 @ 14:09:20


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0