Undanþága

Fyrir nokkrum dögum hlustaði ég á fréttir í sænska sjónvarpinu varðandi umhverfisráðstefnuna í Kaupmannahöfn. Þar var meðal annars komið inn á það að nokkur lönd hefðu áður sótt um undanþágu frá reglum um losun gróðurhúsalofttegunda og að það gæti auðvitað ekki gengið þar sem allir yrðu aðleggja sitt af mörkum. Svo las þulan upp hver þessi lönd hefðu verið og byrjaði á Íslandi. Mér varð svo mikið um þetta að ég heyrði ekki hver hin löndin voru. Mér fannst þetta svo langt frá því stolti sem ég hélt að Íslendingar bæru fyrir bæði landi og þjóð að ég bara trúði því ekki. Mér fannst líka greinileg undrun í rödd þulunnar þegar hún nefndi Ísland. Í dag fékk ég svo staðfestingu á þessu þegar ég las eftirfarandi frétt á netinu:

"Íslendingar mega ekki ofan á allt annað vera sú þjóð á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem óskar eftir frekari undanþágum frá reglum um losun gróðurhúsalofttegunda. Á ráðstefnunni sem hefst á morgun í Kaupmannahöfn mun Ísland boða samdrátt í fyrsta skipti í sögu landsins."

Nú er ég stoltur yfir þessari ákvörðunum Íslendinga. Í umræðunni hér er mikið talað um allt of margir vilji að "hinir" dragi saman en fyrirgefið bara, ég vissi ekki að Ísland hefði verið á neinni undanþágu. Að ég ekki vissi um þessa undanþáguumsókn segir að ég fylgist ekki of vel með íslenskum málefnum. Ég hefði getað þagað en valdi þó að viðurkenna og segja hvað mér finnst um þetta málefni. Íslendingar hljótaverða eins og aðrar þjóðir.


Við Valdís höfum undanfarið verið að sortera og henda og koma röð og reglu á ýmislegt hér heima. Í dag fór ég í gegnum ákveðinn skáp hjá tölvunni og þar var ekkert um annað að ræða en fletta blað fyrir blað og velja og hafna. Því mesta henti ég en svo fann ég nokkur gullkorn sem kom ekki til nokkurra mála að henda. Ég fann nokkur blöð með efni sem ég hafði skrifað fyrir nokkrum árum og annað fyrir mörgum árum. Sumt hafði ég skrifað í sambandi við vinnuna og til að nota þar. Svo varð ég alveg steinhissa hvernig ég hafði skrifað fyrir mörgum árum og ég varð jafnvel hrærður þegar ég hitti þessar gömlu hugsanir mínar sem voru löngu gleymdar. Já, lífið býður upp á fjölbreytileika þegar meira að segja tiltekt í íbúðinni vekur fínar tilfinningar.

Það tók auðvitað tíma fyrir mig að fara í gegnum þetta og meðan ég gerði það vann Valdís hreint afrek í afköstum miðað við það sem ég gerði. Það er ótrúlegt hvernig þessi vinnuslitna manneskja hefur drif á öllum fjórum þegar hún tekur sig til og er ákveðin í að láta það ganga.

Svo fór ég út á svalir til að sækja baðmottuna í viðringu þar sem við ætlum bæði að skola af okkur eftir dagsverkið. Ég stoppaði svolitla stund út á svölunum og horfði til vesturs móti desembermyrkrinu. Það er vafamál hvort ég get kallað það myrkur í dag. Fyrir tveimur árum horfðum við út á gríðar stórt akursvæði þegar við horfðum til vesturs af svölunum, og þá var þar ekkert ljós að sjá. I dag er það mikil ljósadýrð sem mætir auganu hið næsta en hinu megin við þessa ljósadýrð tekur svo desemmbermyrkrið við. Á þessum tveimur árum sem ég nefndi hafa nefnilega verið byggðar þarna á annað hundrað íbúðir á svæði sem nær svo sem eitt hundrað og fimmtíu metra héðan frá svölunum til vesturs. Flestar eru þessar íbúðir í fjórum fimm hæða húsum sem eru ótrúlega nálægt svölunum okkar. Það er ótrúlegt að þarna búi skyndilega á fjórða hundrað manns og við verðum ekkert vör við þennan fjölda.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0