Búinn að gera hreint fyrir mínum dyrum -gaman, gaman

Áður en ég fór í vinnuna í gær var ég ákveðinn í því hvað ég ætlaði að gera eftir að ég kæmi heim í dag. Ég ætlaði að borga reikningana. Ég var búinn að hafa á tilfinningunni að það hefðu hlaðist upp reikningar í þvílíku magni að slíkt hefði bara aldrei skeð áður. Það var því ekkert tilhlökkunarefni að plokka þessi gluggaumslög ofan úr ákveðnu horni í ákveðnum eldhússkáp þar sem ógreiddir reikningar hafa alltaf verið geymdir frá því að við fluttum hingað í íbúðina í byrjun febrúar 1999. Og það var eins og mig grunaði að þeir voru skuggalega margir. Svo lagði ég reikningana í röð og reglu við hliðina á tölvunni og byrjaði að ganga frá greiðslum. Eftir hvern frágenginn reikning gat ég séð hvernig heildarhpphæðin hækkaði jafnt og þétt í ákveðnum ramma þarna hægra meginn á skjánum. Ég sá líka hvernig fjöldi frágengina reikninga óx í sama ramma. Að lokum var ég tilbúinn og viti menn; upphæðin var svo sem þriðjungi lægri en ég átti von á. Maður má nú verða glaður á sextugasta og sjöunda aldursári. Það var líka annað gleðjandi sem ég sá þegar ég fór inn í bankann til að ganga frá greiðslunum. Útborgunin sem ég fæ frá Vornesi þann 27. janúar verður 15 % hærri en ég átti von á.

Ég vann frá hádegi í gær til hádegis í dag í Vornesi. Það eru býsna margir vinnutímar fyrir svona vinnutörn en vinnan var skemmtileg og það fór vel um mig. Ég fer aftur um hádegi á morgun og vinn fram á mánudagsmorgun og það verður aðeins styttri vinnutörn. Ég skal nú upplýsa að ég sef um fimm tíma, frá því um miðnætti og fram undir morgun, þegar ég vinn svona um helgar og með síma á náttborðinu svo sjúklingarnir geti náð mér ef á þarf að halda. Ég kem nú til með að fara ögn viljugri á morgun vegna þess hve jákvætt þetta varð með fjárhaginn í dag. Og það er kreppa.

Ég hef í sjálfu sér enga ástæðu til að vera að segja frá þessu og allra síst kannski á mínum aldri. Og þó. Heimurinn liti líklega öðru vísi út ef við gengjum minna með samanbitnar varir. Fólk segir oft frá svona löguðu á morgunfundum starfsfólks í Vornesi og það sáir einhverju góðu að gera það. Nú er enginn morgunfundur um helgar þar sem það er bara einn starfsmaður og þá get ég eins vel látið það fara út á bloggið.

Valdís er kvefuð og það ganga kvefpestir núna í þessu landi. Mér hefði þótt betra að hún hefði getað valið tíma þegar ég er ekki að vinna. Mér er illa viða að láta hana vera eina lasna heima en hún er dugleg fiskimannsdóttirin frá Hrísey svo að þetta getur gengið þess vegna.


Kommentarer
Rosa

Flott að reikningarnir voru ekki of ógurlegir. Ég er eiginlega alveg hætt að skrá reikninga. Það mesta fer bara beint af reikningnum mínum.



Kveðja,



R

2009-01-27 @ 12:50:38
Guðjón Björnsson

Þannig getur maður líka gert og svo gerum við líka að hluta, en ég er hræddur um að ég missi sjónar á fjárhagnum ef ég geri of mikið að því.



Kveðja,



pabbi

2009-01-27 @ 13:00:41
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0