Rafvirkinn kom

Ég talaði um það um daginn að rafvirkinn hefði ekki haft tíma til að koma frá því um miðjan desember, þannig liti kreppan út í Lekebergshreppi. Svo seinni partinn í gær hringdi ég í hann til að reyna að fá fram einhverja dagssetningu svo að ég gæti skipulagt vinnu á Sólvöllum út frá því. Þá hafði hann svo mikið að gera að hann gat ekki tala við mig og bað um að fá að hringja síðar. Mér datt ekki í hug að ég heyrði meira í honum þann daginn. En viti menn; allt í einu hringdi rafvirkinn og sagðist vera að koma í fyrramálið. Þvílíkur hraði allt í einu og ég þurfti að taka til og gera klárt. En það var ekkert um annað að ræða og ég setti í gang við undirbúninginn. Svo koma kall í morgun og úðaði veggjadósum í verðandi svefnherbergi og lagði tugi metra af rafmagnsslöngum á milli þeirra.

Ég hef sagt það áður að húsið sem auglýst var sem einföld stuga (stuga þýðir smáhýsi, lítið íbúðarhús og mjög gjarnan sumarbústaður) árið 2003 er engin einföld stuga lengur. Það má sjá á þessum vegg, austurveggnum í svefnherberginu, veggnum sem snýr að skóginum. Rafvirkinn, Anders, vill vel og hann  sagði mér að hagræða og festa rafmagnsslöngunum eins og það passaði best fyrir smíðavinnuna og festa dósirnar betur. Hann kannski kíkti inn einhvern daginn og liti á það. Þar sparar hann okkur nokkrar krónur. Nú er bara að fara að kaupa viðbótar einangrun og veggjaplötur og svo hefst nýr áfangi á Sólvöllum. Um helgina vinn ég í Vornesi það mikið að það nálgast viku vinnu. Nú finnst mér sem ég meigi varla vera að því þar sem smíðarnar bíða mín. En það verður nú samt gott að fá vinnulaun upp í reikninginn frá honum Anders.


Kommentarer
Anonym

vá, það er nóg af snúrum!



kveðja,



r

2009-01-22 @ 17:47:42
Anonym

vá, það er nóg af snúrum!



kveðja,



r

2009-01-22 @ 17:48:44
Guðjón

Ég tók að vísu mynd af veggnum þar sem leiðslurnar voru flestar.

2009-01-22 @ 21:25:32
URL: http://gudjon.blogg.se/
Auja

Spennandi, þetta verður væntanlega búið þegar við komum í sumar???

Duglegur strákur

kv Auja

2009-01-23 @ 16:23:14
Gudjon

Treystu thví Auja

2009-01-23 @ 17:54:55
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0